Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 96

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 96
94 URVAL Það tók þá aðeins fáeinar mínútur að aflífa þessi fáu dýr. Þolinmæði Wes var að verða upp urin. Hann lagði að ísnum og sendi allar fjórar vaktirnar af stað, fótgangandi. Ekki leið á löngu, þar til allir voru horfnir milli kletta og turna íssins. En áður en myrkrið skall á, kom hópurinn aftur með ríflega 300 skinn. Það var altént eitthvað til að byrja með. En sama dag fæddist — langt í burtu — hroðalegt fárviðri. Vindarnir komu æðandi inn yfír Mexíkóflóa frá gríðarlegri hæð yfír Bermúdaeyjum. Þaðan streymdi hlýtt, rakt loft til norðurs. Samtímis dældi önnur hæð köldu, þurru lofti niður yfír Manitoba og inn yfír Bandaríkin. Milli þessara tveggja hæða myndaðist kröpp lægð, strókur af heitu, röku lofti, sem snerist hægt um miðju sína og sogaði til sín hundruð rúmkílómetra af lofti og vatni. Þessi risavaxni strókur reis og víkkaði og jók hraðann. Ot af ströndum Labrador spjó önnur kröpp lægð meira röku lofti upp í himinhvolfið og sogaði til sín vind frá hafinu í staðinn. Angar af þessum stormi sendu slæmt veður allt niður til Notre Dame flóa í Ný- fundnalandi. Joe Kean gaf þessa veðurskýrslu frá „Florizel”: „Skíta- veður; snjómugga í allan dag ... .eng- in skip sjáanleg.” En stormurinn, sem nálgaðist frá miðlendi Bandaríkjanna, var enn ekki kominn til þeirra... ,, AUSTANVINDUR AÐ OSS FER.” Wes Kean var í þungu skapi, þar sem hann sat yfír kvöldmatnum hinn 30. mars. Um morguninn hafði hann fyrst komið auga á skip föður síns og bróður. Síðdegis hafði Abe komið auga á selavöðu úr útsýnistunnunni. Selahópurinn var í norðvestri. Hann þakti ísinn á kílómeters breiðu belti. sem náði marga kílómetra frá suðri til norðurs. Þetta var stóri hópurinn, sem hann hafði leitað að í marga daga. Og eins og ákveðið hafði verið, gaf hann yngri syni sínum merki með því að reisa aftari löndunarrána. En þessar góðu fréttir höfðu ekki bætt skap Wes. Selirnir voru of langt í burtu til þess að „Nýfundnaland” gæti tekið þátt í veiðinni, og skipið stóð aftur fast í ís. Það voru litlar líkur til, að þeir næðu fram í tæka tíð. Þegar hann var búinn að borða, settist hann inn í káetuna til að íhuga málin. Bátsmaðurinn Thomas Daw- son kom til að fá sér krús af tei, áður en hann færi á vakt. ,,Pabbi gaf mér merki um, að það væri fullt af sel þarna,” sagði Wes. , Já, þeir hafa krækt í feitan bita, að því er virðist.” „Hlustaðu nú á mig, Tom. Ef við losnum ekki í nótt, verður mann- skapurinn að fara til „Stephano” snemma 1 fyrramálið. ’ ’ Dawson kinkaði kolli. Hann varð ekki uppnæmur. Flestir selveiði- mannanna höfðu farið lengri leiðir á ísnum en þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.