Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
Hér talar heimsþekktur kapþakstursbílstjón um
þrjár gullvœgar ökureglur, sem einnig gilda í
almennri umferð.
KANNTÞÚ
AÐ AKA?
— Jackie Stewart —
■X<
* -
*1_____J*
g var ekki svo lítið rogg-
inn með mig, þegar
keppnistimabilinu lauk
árið 1973. Ég hafði unnið
heimsmeistaratitilinn á
kappakstursbrautinni í þriðja sinn,
og þegar maður er númer eitt meðal
heimsins bestu ökumanna, fer ekki
hjá því, að maður sé glaður og
ánægður með sig. Þetta var hæfilegur
punktur aftan við tíu ára feril minn
Skoska kappaksturshetjan Jackie Stewart
vann heimsmeistaratitilinn árin 1969, 1971 og
1973. í október 1973 hætti hann kappakstri,
'þrjátíu og fjögurra ára að aldri, og átti þá 27
stórsigra að baki, fleiri en nokkur annar í sögu
kappakstursins.
sem atvinnubílstjóri í kappakstri. Nú
var rétti tíminn að hætta.
En ég hafði fleiri ástæður til að
vera kátur. Ég hafði sloppið gegnum
282 kappakstra án þess að hiekkjast
á. Þótt bæði bílar og brautir hafi
stórbatnað á síðustu árum, er kapp-
akstur ennþá hættuleg atvinna. Og
að ég hef sloppið við lífshættuleg slys
er að hluta því að þakka, að ég hef
haft góða bifvélavirkja, og líka, að ég
hef sífellt haft öryggið í huga.
Enginn getur orðið algjörlega herra
yfir bíl sínum. Þetta duttlungafulla
samsafn tæknihluta getur leitt til
aðstæðna, þar sem maðurinn má sín
einfaldlega einskis, og orðið að