Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
^Úr tjeimi lækpavísiijdanrja
HÁTTATÍMI FYRIR ALLA.
Ein lífseigasta falskenningin um
svefn er sú, að allir þurfi átta tíma
svefn á nóttu — og öllum nægi átta
tíma svefn. En þótt hver rannsóknin
á fætur annarri leiði í ljós, að lang
mestur fjöldi fólks fái sjö og hálfrar
til átta stunda svefn, er hin raunveru-
lega svcínþörf ákaflega mismunandi.
4000 nýliðar í háskólanum í
Flórída fengu eyðublöð til að fylla út
varðandi svefn sinn. Minna en
helmingur taldi sig hafa fengið sjö og
hálfrar til átta stunda svefn á
sólarhring að meðaltali fyrirfarandi
ár. Hjá börnum og öldruðu fólki er
svefnþörfin enn einstaklingsbundn-
ari. Sjötíu og fímm hvítvoðungar, sem
fylgst var mjög nákvæmlega með
fyrstu þrjá sólarhringa ævinnar, sváfu
frá tíu og hálfri stund af hverjum
tuttugu og fjórum upp í tuttugu og
tvær. Hjá hópi sjötugra öldurmenna
reyndist svefninn vera frá fimm
tímum upp í tólf. Við þetta má bæta,
að fjöimörg tilfelli hafa verið staðfest
um fjarska litla svefnþörf, allt niður í
þrjá tíma á nóttu.
Kemur þessi mismunur þá fram í
gáfnafari, geðslagi eða líkamlegri
heilbrigði? Rannsóknir Flórídahá-
skóla hafa leitt í ljós, að svefnþörf
manna segir ekki meira um það
heldur en hvort þeir hafa lítil eða stór
eyru. Ernst Hartmann hjá Tufts
læknaháskóla hefur þó komist að
þeirri niðurstöðu, með nákvæmri
rannrókn, annars vegar á þeim sem
þurfa níu tíma svefn eða meira, hins
vegar þeim, sem sofa sex tíma eða
minna, að þeir sem minna sofa, hafa
jafnaðarlega minni áhyggjur en hin-
ir. Hann heldur því þó ekki fram, að
mismunur á svefni sé valdur að
þessum mismun í geðslagi. Hins
vegar getur hann þess til, að persónu-
leiki hvers og eins ákvarði svefnþörf
hans.
En hve lengi á maður þá að sofa?
Því getur ekkert svarað nema gerð
hvers eins. Þeir, sem vilja staðreyna
svefnþörf sína, ættu að leggjast til
svefns sem næst á sama tíma nokkuð
mörg kvöld í röð. Þeir eiga síðan að
sofa þar til þeir vakna af sjálfsdáðum,
og skrá hjá sér hve lengi þeir hafa-
sofið hverja nótt. Líði manni vel
daglangt af þeim svefni, hefur maður
sofíð hæfilega lengi. Það geta reynst
átta stundir, en allt eins meira eða
minna.
Úr New York Times.
★ ★ ★
BOÐIÐ UPP í DANS.
Konur, sem hafa orðið að undir-
gangast þá læknisaðgerð að láta nema