Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 105
DAUÐINNÁ ISNUM
En þeir gátu ekki flýtt sér. Það var
orðið of dimmt, og hvað eftir
annað misstu þeir af slóðinni. ísinn
lét undan fótum þeirra, og ískalt
vatnið rann ofan í stígvélin. Art
Mouland, einn frænda Cecils, slapp
ekki með vota fætur, heldur sökk
hann upp að mitti. Cecil reikaði
áfram eins og í leiðslu, en vaknaði
af dvalanum við hróp Arts, og náði
honum upp á fastan ís með hjálp
annars manns. Hann var gegndrepa,
en reyndi hríðskjálfandi að fylgjast
með. Cecil féll aftur í dvala og sá
þennan frænda sinn aldrei framar.
Storminn herti enn, og nú beit
hann illilega í kinnarnar. Snjórinn
var orðinn kaldur og þurr, það fór
að skafa og slóðin huldist.
En þá heyrðu þeir allt í einu vel
þegið hljóð í myrkrinu. Það var
eimpípa skips þeirra. „Hrópið, allir
saman,” skipaði Jones. ,,Haldið
áfram að hrópa, eins hátt og þið
getið!”
Þeir báru hendur að munni og
æptu á móti storminum: ,,Hó!
Nýfundnaland! Hó!”
En vindurinn einn veitti þeim
svarið.
Þeir drógust áfram og störðu út í
myrkrið og snjókófið til að reyna að
koma auga á skipið. Eftir nokkra
hríð heyrðu þeir í skipsflautunni
aftur — einhvers staðar í suðaustri.
En þá var sporið horfið. ísinn var
allt umhverfís þá. Dawson tók með
sér nokkra menn í stuttar könnun-
arferðir til allra átta, en árangurs-
103
laust. Ekkert var sjáanlegt lengur af
leiðarmerkingunni.
Tuff og félagar hans komust nú til
þeirra, og mennirnir hópuðust um
Tuff. „Við erum villtir,” sagði
hann aðeins. „Við verðum að láta
fyrirberast hér í nótt.
Dagsbirtan var nú alveg horfin, og
myrkrið luktist um þá. Það var von-
laust að ætla sér að finna leið í
þessum sorta.
Flestir tóku þessu með jafnaðar-
geði. Tuff skipti þeim upp á þrjá
stóra jaka, sem allir voru 1 kallfæri,
og gaf þeim skipun um að byggja
skjólgarða úrísklumpum.
Það var í sjálfu sér einfalt verk,
en fyrir örþreytta mennina var það
þrælavinna. Þeir áttu að höggva
ísklumpa með selagoggunum, og
þegar þeir hefðu hlaðið bærilegan
ísmúr, áttu þeir að þétta rifurnar með
snjó.
Aðeins einn hópanna vann þetta
verk sómasamlega. Það var foringj-
anum að þakka. Hann hét Arthur
Mouland (þó ekki skyldur Cecil
Mouland og Art, sem fyrr er nefndur)
roskinn, reyndur maður. En hann
átti líka í erfíðleikum með að halda
mönnum sínum við verkið, og loks
fauk í hann.
„Svona, byrjiðið svo á þessu, allir
saman!” þrumaði hann. Hann var
alls staðar á ferðinni með eftirrekstur
eins og verkstjóri á þrælaplantekru.
Að vísu gekk verkið hægt, en þó reis
rúmlega mannhæðar hár ísmúr þvert
yfir jakann, næstum 10 metrar á