Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 29

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 29
TAUGASTRÍÐ A TÚNDRUNNI 27 En þessu var lokið — eða hvað? Hann hafði hörfað. Ég sneri mér við og lagði enn einu sinni af stað til búðanna. Hann var á hlið við mig, aftur á hringferli, eins og til að komast undan vindi og finna af mér lyktina. Ég herti á mér. Ekki ganga of hratt, var öskrað inni I hausnum á mér. Hann kynni þá að skynja hræðsluna. Svo ég nam staðar og sneri að úlfinum. Nú voru líklega um 75 metrar á milli okkar, of langt til þess að ég gæti séð, hvort hárin risu enn á herðakambinum. Við störðum í augu hvor annars um hríð, síðan sneri ég mér aftur í mína stefnu og hélt göngunni áfram. Nú nam ég ekki staðar. Ég vissi, hvað ég ætlaði að j?era. Ég hefði átt að gera það strax. Ég ætlaði að stansa og hnýta skeiðahnífinn minn við hornendann. Ég gat notað aðra skóreimina. Kannski ætti ég að stansa strax og gera það. Nei, halda áfram að ganga. Úlfurinn fylgdi nú slóð minni, snasaði af sporunum og sperrti trýnið upp í vindinn. Ég hélt ofan í lægð, og nú hvarf hann bak við leiti. Fimm mínútur liðu, og ég sá hann ekki. Ég gekk hratt, og stefndi beint til vinnubúðanna. Fimmtán mínút- ur. Enginn úlfur. I fyrsta sinn fann ég til öryggis. Nei, ég var sem frelsaður. Eg uppgötvaði, að mér þótti orðið bysna vænt um hrein- dýrshornið mitt. Hefði ég ekki haft það, hefði ég líklega hegðað mér öðruvísi. Það er ekki víst, að ég hefði haft kjark til að ganga að úlfinum aðeins með skeiðahníf að vopni. Mér hefði þótt gaman að vita, hvað úlfurinn ætlaðist fyrir, þegar hann kom til móts við mig. Hvað hefði gerst, ef ég hefði orðið ofsahræddur og hlaupið? Hvað hefði orðið úr mér án hornsins? Fljótlega var ég kominn upp á hæðardrag aðeins um 300 metra frá búðunum. Ég fann ilm af reyktri svínssíðu. Dagvaktin var að borða morgunmatinn sinn. Sólin var komin upp fyrir fjöllin í austri. Þetta var undrafagur morgunn. Ég staldraði við þarna á hæðinni og velti því fyrir mér, hvað ég ætti að gera við hornið. Ég gæti haft það með mér í flugvélinni, þegar ég færi heim, en það var ekki mikils virði, þetta horn, þegar það var ekki í sínu rétta umhverfi. Það hafði þjónað mér veh Og ég myndi aldrei gleyma því. Ég lét það detta úr hönd mér til jarðar. Og það hrökk í tvennt, eins og léleg Hollywood-eftirlíking. ★ Maður, sem ég þekki, var að kvarta yfir lækninum sínum: ,,Ég fæ aldrei samband við hann,” sagði hann reiðilega. ,,Ef ég reyni að ná í hann í símann segir hjúkrunarkonan að hann sé í húsvitjun. Reyni ég að hitta hann á skrifstofunni fæ ég sama svarið — hann erí húsvitjun. I þrjú ár hefur hann verið heimilislæknirinn minn og í níu tilfellum af hverjum tíu hefur hann verið í húsvitjun, þegar ég hefi þurft á honum að halda.” „Hvernig stendur eiginlega á því að þú hefur þennan lækni? spurði ég. ,,Af því að hann fer í húsvitjanir. ” N.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.