Úrval - 01.04.1976, Side 100
98
URVAL
fyrirmæli um að búa til mat handa
svöngum ferðalöngunum.
„Þegar þeir hafa fengið í belg-
inn,” sagði hann við stýrimanninn,
,,getum við skutlað þeim að sela-
hópnum, sem við höfðum á bak-
borða áðan. ”
Um þetta leyti var stormurinn
kominn inn yfir Miklubanka og
hann jókst stöðugt. Yfir St. John’s
byrjaði hann með nokkrum stuttum
snjóéljum, en stundu seinna
grófst bærinn á ótrúlega skömmum
tíma undir snjó. Og yfir ísauðnun-
um, 150 kxlómetrum norðar, svifu
fyrstu snjóskæðin af himni.
,,ALLIR ÚT Á ÍSINN!”
„Stephano” nam ekki fyllilega
staðar, heldur minkaði ferðina svo
mikið, að mennirnir gátu klifrað um
borð eftir járnunum, sem fest voru á
skipshliðina og notuð voru fyrir
leiðara. Mennirnir flýttu sér um
borð, liprir eins og apar, og voru strax
sendir undir þiljur, þar sem matur-
inn beið þeirra. Kean var önnum
kafinn, og „Stephano” tók strax
stefnuna til vesturs, til þess að
komast fyrir ístanga, sem lokaði
leiðinni.
I matsal skipstjórans tók George
Tuff af sér snjógleraugun, sem
hann hafði haft síðan hann fór frá
skipi sínu. Meðan hann borðaði,
skýrði hann frá þeim hrellingum,
sem þeir á „Nýfundnalandi” höfðu
mátt þola síðan þeir fóru frá Wesley-
ville, og hann skýrði líka frá því, að
þeir hefðu næstum enga seli fundið.
,,Þar get ég hjálpað ykkur”, sagði
Abe skipstjóri. ,,Við fórum fram hjá
smáhöpi, svo sem 14—1500 dýrum
sem þið getið fengið. Við erum þegar
á leið þangað. Þar er flagg, sem við
settum út 1 gærkvöldi, svo þið finnið
þetta vafalaust. Þá eruð þið þrem
kílómetrum nær ykkar eigin skipi en
þar sem ég hirti ykkur upp, svo þið
getið verið komnir um borð í
„Nýfundnaland” fyrir kvöldið.
Þetta ver ekki það, sem Tuff hafði
vænst. Hann hafði talið öruggt, að
Kean myndi hafa þá um borð yfir
nóttina. En það var greinilega ekki
ætlun skipstjórans, ogTuff gætti þess
að malda ekki í móinn. Svo hann
sagði aðeins: ,,Wes skipstjóri gaf mér
engin fyrirmæli, herra. Ég átti bara
að reiða mig á yður, sagði hann.”
,,Það skaltu þá líka gera, George,”
svaraði Abram Kean.
Tuff fylgdi Abe upp í brú.
„Stephano” var kominn fyrir ístang-
ann og vatt sig nú milli stórra jaka.
Veðrið var ennþá milt, en þó
greinilega kaldara, og loftið var
gráhvítt af snjó. Tuff kom ekki auga
á „Nýfundnaland.”
„Ég sé ekki skipið okkar, herra,”
sagði hann.
Abe benti. „Það er þarna,
George,” sagði hann. „Beint í
suðaustur. ’ ’
Tuff sá enn ekki neitt. Það er
kannski vegna þess að ég hef verið
með snjógleraugun í allan dag,
hugsaði hann með sér.