Úrval - 01.04.1976, Side 15
KANNTÞÚAÐ AKA?
13
bergbrautinni, sem alltaf er hættuleg
braut. Á þeirri ferð, sem við ókum,
voru beygjurnar oft ósýnilegar þar til
við vorum rétt komnir að þeim.
Bílstjórarnir, sem ég fór fram úr, sáu
mig ekki nálgast vegna úðans undan
sínum eigin hjólum. Stundum gat ég
ekki séð bílana, fyrr en ég var svo að
segja kominn að þeim. Þegar þannig
stóð á, varð ég að fylgja sporunum
eftir þá, þangað til ég gat séð þá
sjálfa, og þíða síðan eftir tækifæri til
að komast fram úr. Brautarskilyrðin
voru þau verstu, sem ég hef séð, og
bílarnir voru á sífelldu skriki. En með
því að einbeita mér af alefli, með því
að setja þeygjurnar á minnið og
yfirvega vandlega, hvenær ég gæti
tekið fram úr á sem hættuminnstan
hátt fyrir mig og hina, tókst mér að
sigra með fjögurra mínútna forskoti.
Þetta er ef til vill besti akstur, sem ég
hef sýnt.
Þegar fólk situr og rorrar bak við
stýrið og ekur eins og í dvala án þess
að njóta þess, er það vegna þess að
það „fínnur ekki til” með bílnum.
Hver bíll hefur sinn „persónuleika”
og hagar sér mismunandi, eftir því
hvernig farið er með hann.
Formula-1 kappakstursbíll er til
dæmis eins og tilfinninganæmur
gæðingur, sem bregst órólegur og
spenntur við hverri hreyfingu knap-
ans. I keppni verður að lokka hann til
að gera einmitt það, sem maður vill,
en reyni maður að þvinga hann,
bregst hann strax öndverður við.
Þetta fíngerða jafnvægi milli bílstjór-
ans og bílsins er sérlega mikilvægt,
þegar þarf að taka beygju á mikilli
ferð. Frá áhorfendapöllunum séð
lítur kannski út fyrir, að bílstjórinn sé
að pína bílinn, þegar hann bremsar,
rennur fyrir beygjuna með ískrandi
dekkjum og gefur svo í aftur. En í
rauninni hefur ökumaðurinn leitt
bílinn blíðlega inn í beygjuna og
gætir þess af mestu nákvæmni að
trufla ekki jafnvægið og taktinn,
meðan bíllinn „dansar á tánum.”
Markmið okkar sem bílstjóra ætti
ætíð að vera að aka eins mjúkt og
jafnt og mögulegt er — komast í
„samband” við bílinn. Það þýðir, að
maður á að skipta svo mjúklega um
gíra, að maður finni það ekki,
bremsa svo mjúkt, að bíllinn virðist
nema sjálfkrafa staðar í stað þess að
stingast til hálfs á nefið. Árangurinn
verður sá, að maður hlífir bæði sínum
eingin taugum og búnaði bílsins:
Vél, gírkassa, bremsum og dekkjum
— ásamt buddunni sinni (með minni
bensíneyðslu).
Þessa „Formula-mýkt”, eins og ég
kalla hana, má læra á eftirfarandi
hátt: Komið upp lítilli svigbraut á
góðum, öruggum stað, til dæmis
stóru bílastæði á sunnudagsmorgni.
Takið svo kringlótta plastskál, ekki
djúpa, og festið hana með límbandi á
húddið á bílnum og leggið í hana
lítinn bolta. Svo skuluð þið aka
brautina á góðri ferð, en svo mjúkt
og lipurt, að boltinn fari aldrei upp úr
skálinni. Auðvitað ekur maður ekki
að jafnaði með bolta í skál á