Úrval - 01.06.1976, Side 12

Úrval - 01.06.1976, Side 12
10 ÚRVAL eitthvað þungt. Eitthvað, sem sýnist vera skurður á annarri síðunni, rifjar upp fyrir áhorfandanum það sem Jðhannes segir — en hann var sjónarvottur: ,,En einn af hermönn- unum lagði spjóti í síðu hans, og jafnskjótt kom út blóð og vatn.” Allt frá því að þetta náklæði upp- götvaðist í Evrópu, hefur verið rökrætt um það, hvort það sé raunverulega hið sama lín og sveipað var um líkama Krists. í fyrsta lagi er til að minnsta kosti hálf tylft annarra ,,ekta” líkklæða, sem flest sýna afþrykk af mannslíkama og hafa verið tilbeðið í ýmsum Evrópubæjum eftir krossferðirnar — en þau hafa öll reynst fölsuð. Biskupinn í Troyes, Pierre d’Arci, kvað líka upp þann úrskurð að líkklæðið í Lirey væri falsað og bannaði að það væri sýnt. Með stuðningi nefndra lærðra guð- fræðinga lýsti hann yfír því, að þetta væri ,,máluð” mynd, sem gæti ,,leitt veikgeðja sálir til hjáguðadýrkunar. ” ,,En sá listamaður hefur aldrei verið til, sem gæti hafa málað náhjúpinn í Torina,” segja trúaðir» hvarvetna um heiminn. Hverjum á að trúa? Guðspjöllin segja okkur ekki hvenig Jesú leit út. Á fyrstu Krists- myndunum er hann sýndur ungur, sætur og skegglaus. Það er ekki fyrr en eftir árið 300, sem við rekumst á hinn skeggjaða og síðahærða Jesús, sem síðan varð allsráðandi í evrópskri myndlist. Myndirnar á klæðinu í Torino eru í fullu samræmi við þessa Kristsmynd. Listfræðingar halda því hinsvegar fram, að miðaldamálar- arnir hafi ekki haft þá þekkingu í líffærafræði, sem nauðsynleg hafði verið til að geta málað myndirnar svona kórrétt. Þvílík þekking breidd- ist þó út meðal listamanna í Evrópu um árið 1500, og því má ekki gleyma, að vinsælar myndir, sem stillt var út til skoðunar og tilbeiðslu, var oft hresst upp á með nýjurn litum, þegar þær dofnuðu. Og hver „hressing” var auðvitað 1 stíl síns tíma. Á langri sögu líkhjúpsins hefur ekki skort tækifærin til slíkrar hress- ingar. 1532 kom til dæmis upp eldur í kapellu hertogahallarinnar í Chambéry, höfuðborg Savoyen, þar sem klæðið var þá geymt. Þvi var bjargað úr silfurskríni, sem farið var að bráðna er klæðinu var bjargað, og klæðið sjálft var sumstaðar farið að sviðna, meira að segja komin á það stöku brunagöt, auk bletta af vatn- inu, sem notað var við slökkvistarfið. Nunnur af Clarissereglunni gerðu við það með fínu líni og styrktu það svo með sterku lérefti, sem saurnað var aftan á það. Var klæðið falsað við þetta tækifæri? Til þess að vinna bug á orðrómn- um um, að nýtt líkklæði hefði við þetta tækifæri vcrið látið koma fyrir það gamla, neyddist fulltrúi páfa í Savoyen, de Gorrevod kardínáli, til þess að lýsa opinberleg yfír því, að helgigripurinn væri ósvikinn, þegar honum var aftur komið fyrir á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.