Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 13

Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 13
GÁTAN UM HEILAGA LÍKKLÆDIÐ 11 altarinu eftir viðgerðina. Viðgerð- irnar og ummerkin eftir bruna- og vatnstjónið leyndu sér ekki, þegar klæðið var sýnt í sjónvarpinu 1973. En hvort hresst var upp á afþrykkin sjálf er ennþá svarlaus spurning. En það var almúginn, sem tók af skarið um að hjúpurinn væri ósvik- inn. Pílagrímar frá mörgum hlutum Evrópu streymdu til Chambéry til þess að tilþiðja hann. Róm fylgdi fjöldanum. Meðal verndara klæðisins var hinn mikli endurreisnarpáfi, Júlíus II, velgerðarmaður Rafaels og Michelangelos. 1578 skipulagði Carlo Borremeo, erkibiskup í Mílanó og síðar dýrlingur, pílagrímsferð yfir Alpana til að biðjast fyrir við hið helga klæði. Til að auðvelda þessa hópferð sendi hertoginn, eigandi klæðisins, það til móts við pílagrím- ana til Torino, hins nýja höfuðstaðar fyrir sunnan Alpa. Nú síðari ár hafa fleiri og fleiri framámenn kaþólikka orðið þeirrar skoðunar, að hópur sérfræðinga ætti að rannsaka klæðið góða. 1970 sagði til dæmis Peter Rinaldi, sem er presturog varaformaður ,,Félags hins heilaga líkklæðis” í Bandaríkjunum (félagafjöldi 5 þúsund), að það væri erfitt að skilja andspyrnu kirkjunnar gegn því að eitthvað væri gert í málinu, já, meira að segja að tala um það.” Það kann meðal annars að hafa verið svar við þessari óþolinmæði, að náhjúpurinn var tekinn úr skríni sínu árið 1973 og sýndur í sjónvarpinu. Um leið fékk hópur ítalskra sérfræð- inga, sem tilnefndir vom af erkibisk- upnum í Torino árið 1969 til að ganga úr skugga um hvernig færi um klæðið í geymslunni, það mikla hlutverk að sannprófa hvort klæðið væri svikið eða ósvikið. Þótt í þessari rannsókarnefnd séu flestir kaþólikk- ar, er þó einn mótmælandi í hópnum og einn guðleysingi. Einn hinna elstu í nefndinni, fyrrverandi prófessor í réttarlækning- um (en sú fræðigrein fæst einkum við að sanna dánarorsakir og af hverjum líkamsleifar séu), er óopinber tals- maður nefndarinnar. Ég spurði hann, hvort hann teldi klæðið ósvikið. ,,Sem kaþólikki verð ég að segja já,” svaraði hann. ,,En sem læknir verð ég að segja: ,,viltu aðeins bíða?” Sérfræðingarnir hafa nú fengið allt í hendur, sem þeir þurfa til rannsókn- ar sinnar, bætti hann svo við. Efnisprófun svo sem „kolvetni 14” (sbr. greinina Hófst menningin allt annars staðar? í maí-hefti Orvals) er útilokuð, því ,,ef við ættum að gera þvílíkt próf, yrði að eyðileggja allt of mikinn hluta klæðisins.” Hinn opinberi vörður líkklæðisins, Michele Pellegrino kardináli og erki- biskup af Torino, maður á áttræðis- aldri, er virtur vísindamaður, sem í yfir fjörutíu ár hefur lagt stund á rannsóknir á bókmenntum frá því 1 frumkristni. ,,Ég þekki enga sönnun á sambandi milli þessa klæðis og þess, sem til var í Miklagarði um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.