Úrval - 01.06.1976, Page 23

Úrval - 01.06.1976, Page 23
SKO TBARDA G11HLÖÐUNNI 21 Gamli góði Pete sá fyrir Kóngsa með „láttu - sem - þú - sért - að - hlaða - þegar - þú - ert - með - hlaðið” - brellunni, en fékk síðan tvö skot á dauðafæri í bakið — frá Bana, sem hafði laumast upp í tréð utan við hlöðuna og skriðið þaðan niður á milli sperra ofan á heyloftið. Ég skaut upp fyrir mig að þessum undirförla ræfli, og var með fingur- inn ennþá á gikknum (klemmunni), þegar tvískeyti frá honum small á milli augnanna á mér. Mér vöknaði um augu, og sá eins og í móðu, hvar Bluegill féll mér til samlætis. Nú voru aðeins tveir eftir: Frosty og Bani. Grafarþögn ríkti í hlöðunni. Bani fikraði sig hægt niður stigann, nálgaðist framdyrnar og hlóð byssur sínar. Hann gægðist varfærnislega út, en snerist síðan snöggt á hæli, þegar Frosty stökk eins og köttur ofan af loftinu og lenti aðeins um tvö fet frá líki mínu. Ég sá, að hendur hans voru ataðar kreósóti. Nú var stóra stundin upp runnin. Andstæðingarnir fikruðu sig hægt nær hvor öðrum. ,,Þessi hlaða er ekki nógu stór fyrir okkur báða,” hvæsti Bani. Síðan brá hann báðum byssun- um sneggra en auga á festi og sendi tvö tvískeyti samtímis að Frosty. En Frosty var ekki í skotlínu. Hann hafði á augabragði kastað sér til vinstri og hleypt af úr sinni uppá- haldsstöðu: Liggjandi. Hattur Bana hafði hrokkið af honum og lá við fætur hans. Þvert yfir kúfinn framan- verðan, yfir barðinu, var svartur kreósótblettur — sönnun þess, að hann hafði verið skotinn banaskoti. ,,Þú ert dauður, Bani,” sagði Frosty kyrrlátlega. ,,Og við eigum hlöðuna með rauða hestinum.” Þetta var fyrir 42 árum. Hlaðan er auðvitað horfín, og engið, sem hún stóð á, er orðið að nýtísku íbúðar- hverfí. Ég skrapp þangað ekki fyrir löngu til að svipast um. Á vel snyrtri flötinni framan við eitt húsanna voru börn að leik í rólum undir gömlu gúmmítré. Gæti það verið okkar tré? Verða þessi tré svona gömul? Meðan ég horfði á börnin, var ekki laust við, að ég vorkenndi þeim dálítið. Þau kynnast aldrei spenningnum við að heyra marra í gömlu, ryðguðu hlöðudyr- unum — hljóðið, sem heyra mátti alla leiðina til Muskogee. ★ Maðurinn minn gaf mér uppþvottavél í afmælisgjöf. Þegar hann var að fylla út ábyrgðarskírteinið, rakst hann á þessa spurningu: ,,í staðinn fyrir hvaða tegund af uppþvottavél var sú nýja keypt — og hvað árgerð?” Hann hugsaði sig um andartak og skrifaði svo: „Eiginkonu — árgerð 1952.” B.J.M.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.