Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 23
SKO TBARDA G11HLÖÐUNNI
21
Gamli góði Pete sá fyrir Kóngsa
með „láttu - sem - þú - sért - að -
hlaða - þegar - þú - ert - með -
hlaðið” - brellunni, en fékk síðan tvö
skot á dauðafæri í bakið — frá Bana,
sem hafði laumast upp í tréð utan við
hlöðuna og skriðið þaðan niður á
milli sperra ofan á heyloftið.
Ég skaut upp fyrir mig að þessum
undirförla ræfli, og var með fingur-
inn ennþá á gikknum (klemmunni),
þegar tvískeyti frá honum small á
milli augnanna á mér. Mér vöknaði
um augu, og sá eins og í móðu, hvar
Bluegill féll mér til samlætis. Nú
voru aðeins tveir eftir: Frosty og Bani.
Grafarþögn ríkti í hlöðunni. Bani
fikraði sig hægt niður stigann,
nálgaðist framdyrnar og hlóð byssur
sínar. Hann gægðist varfærnislega út,
en snerist síðan snöggt á hæli, þegar
Frosty stökk eins og köttur ofan af
loftinu og lenti aðeins um tvö fet frá
líki mínu. Ég sá, að hendur hans voru
ataðar kreósóti. Nú var stóra stundin
upp runnin.
Andstæðingarnir fikruðu sig hægt
nær hvor öðrum. ,,Þessi hlaða er ekki
nógu stór fyrir okkur báða,” hvæsti
Bani. Síðan brá hann báðum byssun-
um sneggra en auga á festi og sendi
tvö tvískeyti samtímis að Frosty.
En Frosty var ekki í skotlínu. Hann
hafði á augabragði kastað sér til
vinstri og hleypt af úr sinni uppá-
haldsstöðu: Liggjandi. Hattur Bana
hafði hrokkið af honum og lá við
fætur hans. Þvert yfir kúfinn framan-
verðan, yfir barðinu, var svartur
kreósótblettur — sönnun þess, að
hann hafði verið skotinn banaskoti.
,,Þú ert dauður, Bani,” sagði
Frosty kyrrlátlega. ,,Og við eigum
hlöðuna með rauða hestinum.”
Þetta var fyrir 42 árum. Hlaðan er
auðvitað horfín, og engið, sem hún
stóð á, er orðið að nýtísku íbúðar-
hverfí. Ég skrapp þangað ekki fyrir
löngu til að svipast um.
Á vel snyrtri flötinni framan við
eitt húsanna voru börn að leik í
rólum undir gömlu gúmmítré. Gæti
það verið okkar tré? Verða þessi tré
svona gömul? Meðan ég horfði á
börnin, var ekki laust við, að ég
vorkenndi þeim dálítið. Þau kynnast
aldrei spenningnum við að heyra
marra í gömlu, ryðguðu hlöðudyr-
unum — hljóðið, sem heyra mátti
alla leiðina til Muskogee.
★
Maðurinn minn gaf mér uppþvottavél í afmælisgjöf. Þegar hann var
að fylla út ábyrgðarskírteinið, rakst hann á þessa spurningu: ,,í staðinn
fyrir hvaða tegund af uppþvottavél var sú nýja keypt — og hvað
árgerð?”
Hann hugsaði sig um andartak og skrifaði svo: „Eiginkonu —
árgerð 1952.”
B.J.M.