Úrval - 01.06.1976, Page 31

Úrval - 01.06.1976, Page 31
FLÖÐBYLGJANI COSTA DEL SOL 29 og lét fólkið klífa brattann upp. Þá, sem voru of hræddir eða lasburða til bess, þreif hann í fang sér og þrammaði með þá sjálfur. Talið er, að hann hafi þannig bjargað að minnsta kosti 150 manns. Nú herti heldur úrkomuna. Skýin lögðust að fjöllunum uppi yfir La Rábita, og það bætti enn á vatnið. Á einum klukkutíma var úrkoman 200 millimetrar, sem er jafn mikið vatnsmagn og ársmeðaltalið í La Rábita. Það var eins og flóðgátt hefði sprungið. í La rambla mynduðust tvær risavaxnar flóðbylgjur, sem veltust ofan yfir varnarlaust þorpið. Fyrri bylgjan kom klukkan hálf fjögur á föstudagsmorguninn, tók með sér allt lauslegt og gróf bæinn undir óhugnanlegri, brúnni leðju. Bílar beygluðust eins og blikkdósir og húsin brotnuðu í spón. I bátahöfn- inni slitnuðu bátarnir upp og rak til hafs. Afleiðingar seinni bylgjunnar voru jafnvel ennþá skelfilegri. Húsið, þar sem Francisco bjó, hafði fram til þessa haldið velli, en nú sviptist það af grunninum og slengdist út á haf. Fólkið, sem verið hafði á þakinu, í allt 27 manns, fylgdi með í haf- djúpið. Vitni skýrði síðar svo frá, að umferðin á strandveginum hefði verið „samfelid bílaröð, svo langt sem augað eygði,” rétt áður en reiðarslagið dundi yfír. Enginn veit, hve margir hafa grafíst í bílum sínum á hafsbotni. í sólarupprás voru mörg hundruð heimili í La Rábita stór- skemmd eða ónýt, og frjósamir akrarnir umhverfís þorpið voru eitt leðjuhaf. Alls fundust 48 látnir. En La Rábita varð ekki verst úti. Tólf tímum seinna barst óveðrið frá suðri inn yfir austurhlíðar Sierra Nevada og flutti með sér dauða og eyðileggingu. Versta útreið fékk Puerto Lumbreras, þéttbyggð og athafnasöm landbúnaðarmiðstöð 200 kílómetra frá La Rábita. Klukkan kortér fyrir fjögur á föstudeginum valt fimmtán metra há flóðbylgja ofan eftir Nogaletfarveginum, sem skiptir þorpinu í tvennt, og flæddi inn yfir miðbik þorpsins. Eins og í mörgum öðrum þorpum Andalúsíu var föstudagurinn mark- aðsdagur í Puerto Lumbreras, en vegna rigningarinnar tóku torgsal- arnir snemma saman pjönkur sínar. Margir þeirra stungu sér inn á kaffihúsið Posada de Fermin til að fá sér glas, áður en þeir fæm heim. Meðal þeirra fimmtán, sem vom þar inni, var hinn ellefu ára gamli José Antonio Piernas, en foreldrar hans áttu bakarí í grenndinni. Þegar flóðið kom, kastaðist José bak við barinn, og skreið þar inn í tóman kæliskáp. Skápurinn færðist um 100 metra með flóðinu, en strandaði síðan í leirbakka. Þar klöngraðist José úr farkosti sínum, ringlaður en ómeiddur og braust af stað í áttina heim til sín, aðeins til þess að uppgötva, að bakaríið og foreldrarnir voru horfnir, og sama var að segja um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.