Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 37
34
ÚRVAL
EKKIILMA ÖLL BLÖM
35
*****
*r
*
*
*
*
*
*****
inn fagran vordag fór ég
með fjölskyldu mína til
Jangmínsjan, sem er vin-
sæll útivistarstaður nyrst
á heimalandi mínu, For-
mósu. Fjallshlíðarnar voru alskrýddar
blómum, og við nutum dýrðar
náttúrunnar.
Lítill sonarsonur minn skokkaði á
undan okkur, en kom svo til mín og
tók í ermina mína. ,, Afí, af hverju er
engin lykt af þessu blómi?” spurði
hann og benti á alparós.
Það stóð ögn í mér að svara. Svo
sagði ég: ,,Það er vegna þess, að það
er svo fallegt, að það þarf ekki að
ilma.”
,,Það ætti að var lykt af öllum
blómum,” svaraði pilturinn. Svar
mitt hafði augljóslega ekki sannfært
hann. Eg sá á svipnum á honum, að
honum fannst þetta ekki réttlátt.
Þegar heim kom, varð mér hugsað
til þess, sem hann hafði sagt. ,,Það
ætti að vera lykt af öllum blómum.”
Gat ég áfellst hann fyrir þetta
hugarfar?
Ég settist í garðinn og virti fyrir
mér blómin í kringum mig —
kamelíur, kassíurunna, sólblóm og
magnólíur. Engin tvö voru eins.
Þetta er hluti af skipulagi náttúrunn-
ar, hugsaði ég. Á vorin springa
ferskjublómin út, granateplatrén
blómstra í maí, kassíurunnarnir á
haustin og jólarósir á kaldasta tíma
ársins. Séu vonir okkar í samræmi við
náttúruna, uppfyllast þær oft. En
vonist maður eftir kirsuberjatré í
fullum blóma um miðjan vetur,
verður maður fyrir vonbrigðum.
Mannskepnan er líka hluti af
náttúrunni, og hver maður hefur sín
einkenni. Einn er kannski hæfastur
til að vera hershöfðingi, annar skáld.
Hver einn okkar hefur frá náttúr-
unnar hendi sínar þrár og sín örlög
Þegar við þekkjum sérkenni gróð-
ursins, getum við hjálpað honum til
að ná fyllri þroska, blómstra betur. Á
veturna geng ég oft um snævi þakinn
garðinn minn til að finna sérstaklega
fallegar forsitíugreinar, sem ég get þá
hjálpað til að ná þroska fyrr en ella.
Það veitir mér marga ánægjustundina
að hlúa að þeim, að sjá knúppana
þrútna og dást að blómunum, sem
springa út í vasa á skrifborðinu.
Ef við Iærum að opna augun fyrir
sérhæfileikum mannsins og hjálpa til
að þroska þá, getur sú reynsla orðið
til gagnkvæmrar gleði. Gömlu kín-
verjarnir notuðu orðin ,,tsjih-tsji” —
að þekkja annan eins og sjálfan sig,
og þetta var notað, þegar lýst var
góðum vini. Það er þessi sama
hugsun sem kemur duglegum yfír-
manni til að skynja bestu eiginleika
Ef við ætlum að lifa í sdtt og samlyndi
við aðra, megum við ekki gera
strangar kröfur en
ndttúran getur mætt. / J
ILMA OLL
Central Daily News