Úrval - 01.06.1976, Side 38
36
URVAL
undirmanna sinna og veita þeim
tækifæri til að neyta hæfíleika sinna.
Því miður byggjast margar vonir
okkar á hreinni sjálfshyggju. Foreldr-
ar óska þess, að börnum þeirra vegni
vel í skólanum. Ef eitthvert þeirra
bregst þeim vonum, er freistandi að
varpa sökinni á kennarann eða
skólann og litast um eftir ,,betri
skóla.” Þegar þankagangur fólksins
beinist sinn í hverja áttina, erum við
oft miskunnarlaus í tilraunum okkar
til að snúa öðrum til þeirra skoðana,
sem við höfum sjálf.
Það er rangt að vænta hins
ógerlega af öðrum. Við megum ekki
gera því skóna, að hinn fæddi
íþróttamaður hljóti líka að hafa góða
tónlistarhæfileika, eða að veivirk og
hagsýn stúlka hljóti að hafa áhuga á
að ná háskólaprófi í heimspeki. —
Það er jafn ósanngjarnt eins og að
vænta þess, að fífill líti út eins og
orkídeaeða að alparós angi eins og rós.
★
Nágrannar mínir fengu mikinn áhuga á rauðbrystingspari, sem gerði
sér hreiður á gluggasyllunni á annarri hæð á húsinu þeirra. Fjölskyldan
fylgdist í leyni með tilhugalífinu, hreiðurgerðinni og því þegar fyrstu
ungarnir komu úr eggjunum. Til allrar óhamingju datt einn unginn út
úr hreiðrinu og lét lífið á harðri götunni neðan undir.
Við vissum að nágrannar okkar voru leiðir yfir þessu en ekki hve
þeim féll þetta í rauninni þungt — þar til morguninn eftir slysið, þá
höfðu þeir flutt ferðabedda með góðri dýnu undir gluggann til að taka
á móti öðrum unga, ef hann skyldi detta út úr hreiðrinu.
EGGJAHVÍTUEFNI UNNIN ÚR BÖMULL.
Vísindamenn í sovétlýðveldinu Usbekistan í Mið-Asíu hafa unnið
hreint eggjahvítuefni úr bómull. Samskonar tilraunir hafa einnig verið
gerðar í öðrum löndum, en vísindamennirnir í Usbekistan eru hinir
fyrstu, sem hefur tekist að fjarlægja öll aukaefni.
Eggjahvítuefni úr bómull er ljóst duft, áþekkt þurrmjólk, en
vatnsinnihaldið er innan við 4%. Afgangurinn er lysin og önnur
eggjahvítuefni.
Matvælastofnun Sovétríkjanna hefur gefið brauði, makkarónum, og
fleiri fæðutegundum, sem eggjahvítuefni úr bómull hefur verið
blandað í, mjög góð meðmæli.
Efnafræðingar í Tasjkent, höfuðborg Usbekistan, hafa fundið upp
aðferð til þess að framleiða eggjahvítuefni og lyf úr olíukökum, sem
eru aukaframleiðsla í sambandi við vinnslu óunninnar bómullar.