Úrval - 01.06.1976, Síða 38

Úrval - 01.06.1976, Síða 38
36 URVAL undirmanna sinna og veita þeim tækifæri til að neyta hæfíleika sinna. Því miður byggjast margar vonir okkar á hreinni sjálfshyggju. Foreldr- ar óska þess, að börnum þeirra vegni vel í skólanum. Ef eitthvert þeirra bregst þeim vonum, er freistandi að varpa sökinni á kennarann eða skólann og litast um eftir ,,betri skóla.” Þegar þankagangur fólksins beinist sinn í hverja áttina, erum við oft miskunnarlaus í tilraunum okkar til að snúa öðrum til þeirra skoðana, sem við höfum sjálf. Það er rangt að vænta hins ógerlega af öðrum. Við megum ekki gera því skóna, að hinn fæddi íþróttamaður hljóti líka að hafa góða tónlistarhæfileika, eða að veivirk og hagsýn stúlka hljóti að hafa áhuga á að ná háskólaprófi í heimspeki. — Það er jafn ósanngjarnt eins og að vænta þess, að fífill líti út eins og orkídeaeða að alparós angi eins og rós. ★ Nágrannar mínir fengu mikinn áhuga á rauðbrystingspari, sem gerði sér hreiður á gluggasyllunni á annarri hæð á húsinu þeirra. Fjölskyldan fylgdist í leyni með tilhugalífinu, hreiðurgerðinni og því þegar fyrstu ungarnir komu úr eggjunum. Til allrar óhamingju datt einn unginn út úr hreiðrinu og lét lífið á harðri götunni neðan undir. Við vissum að nágrannar okkar voru leiðir yfir þessu en ekki hve þeim féll þetta í rauninni þungt — þar til morguninn eftir slysið, þá höfðu þeir flutt ferðabedda með góðri dýnu undir gluggann til að taka á móti öðrum unga, ef hann skyldi detta út úr hreiðrinu. EGGJAHVÍTUEFNI UNNIN ÚR BÖMULL. Vísindamenn í sovétlýðveldinu Usbekistan í Mið-Asíu hafa unnið hreint eggjahvítuefni úr bómull. Samskonar tilraunir hafa einnig verið gerðar í öðrum löndum, en vísindamennirnir í Usbekistan eru hinir fyrstu, sem hefur tekist að fjarlægja öll aukaefni. Eggjahvítuefni úr bómull er ljóst duft, áþekkt þurrmjólk, en vatnsinnihaldið er innan við 4%. Afgangurinn er lysin og önnur eggjahvítuefni. Matvælastofnun Sovétríkjanna hefur gefið brauði, makkarónum, og fleiri fæðutegundum, sem eggjahvítuefni úr bómull hefur verið blandað í, mjög góð meðmæli. Efnafræðingar í Tasjkent, höfuðborg Usbekistan, hafa fundið upp aðferð til þess að framleiða eggjahvítuefni og lyf úr olíukökum, sem eru aukaframleiðsla í sambandi við vinnslu óunninnar bómullar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.