Úrval - 01.06.1976, Page 46
44
önnur lífræn efni leiddu til sama
árangurs.
Bovis skrifaði bók um uppgötvun
sína, og hún vakti athygli að minnsta
kosti eins manns, Karels Drbal (sem
er borið fram Dúr-BAL — með
áherslu á síðara atkvæði). Karel þessi
Drbal er tékkneskur radíóverkfræð-
ingur. Hann bjó sér sjálfur til
pírarmíta og fór að gera tilraunir með
hann. Þar kom, að hann lét rakvélar-
blöð inn í píramítann. Þá uppgötvaði
hann, að í píramítanum héldust
blöðin beitt miklu lengur en ella.
Árið 1959 sótti Drbal um og fékk
einkaleyfi á píramítanum sínum, sem
hann kallaði „Keopspíramítarak-
blaðsskerpi. ’ ’
Þegar tíðindin af þessu fyrirbæri
bárust út með fyrrgreindri bók, tóku
ýmsir að gerast harla forvitnir um
píramítafræði. Sums staðar er svo
komið, að hvers konar dultrú þrífst í
sambandi við píramíta. En þeir sem
halda sig nær efninu og jörðinni hafa
gert tilraunir með matvæli og heilsu-
far. Þeir hafa gert tilraunir með að
sofa í heimagerðum píramítum,
neyta eingöngu drykkjarvatns, sem
staðið hefur í píramítum og þess
háttar. Hvort tveggja á að vera einkar
heilsusamlegt. Til eru sögur um, að
tannskemmdir hafi læknast af sjálfu
sér með undraskjótum hætti eftir
næturgistingu í píramíta. Og ekki má
gleyma að geta þess, að ýmsir hafa
státað af rammaukinni kynorku eftir
að hafa sofið í píramíta eða ncytt
ÚRVAL
drykkjarvatns, sem staðið hefur í
píramíta.
Einn þerra, sem trúir á píramíta-
máttinn heitir G. Patrick Flannagan.
Þetta er rúmlega þrítugur læknir,
sem helgar píramítanrannsóknum
mestan sinn tíma. Þetta er á ýmsan
máta athyglisverður maður. Þegar
hann var fjórtán ára, fann hann upp
heyrnartæki fyrir þá, sem hafa
skemmdar heyrnartaugar. Og þegar
hann var fimmtán ára, var hans getið
í skrá yfir bandaríska vísindamenn.
Hann telur, að píramítamátturinn sé
af völdum örbylgna, á mjög stuttri
bylgjulengd. Hann telur, að gerð
píramítans sé sérstaklega heppileg til
að safna saman örbylgjumerkjum, en
örbylgjur eru eins konar rafsegul-
mögnuð geislun. Hann telur einnig,
,að lag píramítans sé ákjósanleg til
þess að umþreyta óreglulegum ör-
bylgjumerkjum geimsins í raforku,
og að píramítar og keilur séu miklu
heppilegri en ,,fótósellur” til þess að
virkja slíka orku.
í samræmi við þetta hefur hann
gengið lengra og búið til það sem
hann kailar ,,flata píramítann.” Það
er raunar keila, en um keiluna segir
hann, að hún sé í rauninni ekki
annað en píramíti með ómælanleg-
um fjölda hliða. Hann hefur gert
margháttaðar tilraunir með svona
,,keilumíta” og komist að þeirri
niðurstöðu, að þeir séu jafn máttugir
og píramítar af gömlu gerðinni, það
er að segja með fjórum hliðum.
Höfundur þeirrar greinar, sem hér