Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 47
UNDRAMÁ TTUR PÍRAMÍTANS
45
er verið að endursegja í stuttu máli,
féll 1 þá freistni að kaupa heimilis-
keiiupíramíta af Pat Flannagan. Áður
hafði hann að vísu eignast heimilis-
píramíta, til þess að gera tilraunir
með sjálfur. Hann fylgdi fyrirmæl-
unum, sem voru einfaldlega á þessa
leið: Veljið píramítanum stað, sem er
ekki í nánd við rafmögnuð tæki svo
sem útvarp og sjónvarp.” Hann
leypti sér áttavita til að finna segul-
norðurátt, og síðan hófst tilraunin:
Hann skar banana í þrennt. Einn
hlutann setti hann inn í píramítann,
á meðfylgjandi pall, sem náði í
þriðjungshæð. Annan vafði hann í
álpappír og setti í plastglas, sem
hann lét standa um hálfan meter frá
píramítanum. Þriðja hlutann setti
hann í kæliskápinn.
Eftir tíu daga hafð sá í kæliskápn-
um rýrnað um 27,3%. Liturinn var
óbreyttur, en bragðið mollulegt og
bananinn heldur þurr. Sá í glasinu
hafði rýrnað um 15,6%. Á glasbotn-
inum var brúnn pollur og bananinn
sjálfur svartur utan, en saurbrúnn að
innan. Höfundurinn fékk sig ekki til
að smakka hann, jafnvel ekki í nafni
vísindanna.
Sá bluti bananans, sem legið hafði
í píramítanum, hafði rýrnað um
16,7%, og hvergi var að sjá að neitt
hefði sigið úr honum eða raki
myndast. Bananinn var gulur og
fallegur, með örlitlum, gullinbrún-
um blettum. Ofurlítil mygla hafði
safnast í skurðsárið, en þegar hann
hafði skafið það af og stakk banan-
anum upp í sig, var hann þéttur
viðkomu og iystilegur. „Bragðið var
frábært og erfitt að lýsa því,” segir
höfundur. Hann bætir því við, að ef
mögulegt væri að gera vín úr
banönum, byggist hann við að það
myndi verða áþekkt.
Þessu næst malað hann sex mat-
skeiðar af kaffibaunum og skipti
möluðu kaffinu upp í tvo böggla,
með 35 grömmum í hvorum. Annan
lét hann inn í píramíta en hinn í hálfs
meters fjarlægð. Eftir einn sóiarhring
hellti hann upp á kaffið úr pökkun-
um sitt í hvoru lagi og lét konu sína
smakka. Eftir stundarhik vaidi hún
annan bollan og sagði, að þar væri
kaffið mildara. Það var kaffið, sem
bruggað var úr píramítapakkanum.
Tilraunir með píramítameð-
höndiaða vindla gáfu neikvæða nið-
urstöðu. Þeir, sem látnir höfðu verið
liggja í píramítanum, þóttu verri en
þeir, sem ekki höfðu 1 hann komið.
Þá gerð hann tilraun með að drekka
eingöngu píramítastaðið vatn, en
fann enga breytingu á sér.
En síðast má geta þess, að höfund-
urinn gerði einnig tilraunir með að
haida pendúl yfir píramítunum sín-
um — hann á víst eina þrjá píramíta
og einn keilumíta — en það á að sýna
svo ekki verði um villst, hvílíkur
mátturþeirrasé. Hann hélt pendúin-
um yfir píramítunum í 40 sentimetra
löngu girni, en þá hreyfðist pendúll-
inn greinilega í hring um píramíta
— (og keilumíta-) toppinn með sem
næst þumlungs þvermáli. Hann