Úrval - 01.06.1976, Page 48
46
ÚRVAL
endurtók þessar tilraunir yflr öðrum stækkunargleri, en þá
hlutum, svo Sf*m blikkdollu og pendúilinn ekki neitt!
hreyfðist
★
Kona frænda míns sem býr í nágrenni Los Angeles er japönsk og
þrátt fyrir það, að hún hefur búið nærri mannsaldur í Ameríku hefur
hún ekki alveg samlagast mannlífmu þar.
Dag nokkurn fór hún upp í strætisvagninn, tróð fimm dollara seðli t
haukinn og rétti svo hendina að ökumanninum til að fá til baka. En
þannig gengur það nú ekki fyrir sig og þessvegna sagði vagnstjórinn:
,, Allt í lagi frú, ef þér getið náð seðlinum upp úr bauknum skuluð þér
fá frítt far. Annars verðum við að sprengja hann upp.”
Frænku minni varð svarafátt í bili. Svo opnaði hún veskið sitt, tók
upp úr því matprjóna og fiskaði seðilinn upp úr bauknum. Síðan gekk
hún glöð í bragði aftur í vagninn og tók sér sæti.
SKJÓLBELTI í EYÐIMÖRKUM.
Sovéskir sérfræðingar hafa búið tii nýja vél til þess að planta
skjólbeltum í foksand. Vélin hefur verið reynd I þrjú ár á sendinni jörð
við mismunandi loftlagsskilyrði. Hefur hún hvarvetna reynst vel og
tuttugfaldað vinnuafköstin við plöntunina. Einn af kostum vélarinnar
er sá, að hún getur plantað allt að 2.50 m stórum trjám. Jafnvel í
eyðimörkum Turkminí skjóta allt að 90% af plöntunum rótum
sökum þess, að rætur þeirra komast nægilega djúpt niður og ná að
þroskast. Við vélina vinna tveir menn og á 7 stunda vinnudegi getur hún
plantað 17 km. löngu skjólbelti.
Ung stúlka, sem hélt á skóm með þykkum korksólum í fanginu kom
á timburverkstæðið, þar sem faðir minn vinnur og bað um að sólarnir
yrðu þynntir og var það gert fyrir hana.
Næstu viku þar á eftir kom hún aftur og sagði: ,,Eigið þið ekki
ennþá körkinn, sem þið söguðuð neðan af skónum í síðustu viku. Ég
myndi vilja fá hann festan neðan á aftur ef hægt er.”
Smiðurinn sem gert hafði henni greiðann varð mjög undrandi en
sagðist skyldi sjá til hvað hann gæti gert. ,,Gott,” svaraði hún þá. ,,Ég
er búin að fá mér nýjan kærasta og hann er miklu hávaxnari en sá sem
ég átti í síðustu viku.”