Úrval - 01.06.1976, Page 54
52
URVAL
fjóru dögum of seint til dómsins, en
blaðaði í skyndi í gegnum tillögunar
og fann eina, sem hann varð hriflnn
af. Það er meira að segja sagt, hvort
sem það er nú rétt eða ekki, að hann
hafi fískað tillöguna úr bunkanum,
sem búið var að leggja til hliðar með
ónothæfum tillögum. En hann lét
ekki lengi bíða að fá meðdómend-
urna á sitt mál, og með eldmóði
sínum og áhuga kom hann því til
leiðar, að þeir völdu þá teikingu, sem
Saarinen vildi.
Og hver var þá sigurvegarinn?
Þrjátíu og átta ára gamall dani,
óþekktur utan heimalands síns, Jorn
Utzon. Hann hafði aldrei borið
Sydney augum, en orðið sér úti um
ljósmyndir af borginni. Tillaga hans
braut þvert í bága við óskreytta
nytsemisstefnu 20. aldarinnar. ,,I
staðinn fyrir kassa bjó ég til högg-
mynd,” sagði hann. ,,Það er ekki
fjarri lagi að segja, að gotnesk kirkja
sé sú fyrirmynd, sem ég sóttist eftir.
Það er sem eitthvað nýtt sé alltaf að
gerast, hvort sem maður gengur í
kringum hana eða sér hana bera við
himinn — í samspili við sólina, ljósið
og skýin verður hún lifandi.”
Þegar Joe Cahill kunngjörði úrslit-
in í janúar 1957, urðu mikil læti. En
eftir fyrsta áfallið gengu ástralir til
verks af miklum móði, og Cahill gaf
það kosningaloforð að vera fljótur að
koma höllinni upp. En það drama-
tískasta við tillögu Utzons var, að
ennþá vissi enginn, hvernig hægt var
að reisa þessa höll. Ekki einu sinni
Utzon sjálfur. Hún var ennþá aðeins
falleg strik á teiknipappír, og þvert í
bága við alla þá þyggingatækni, sem
þá var kunn.
Engu að síður vígði Cahill þann
annan mars 1959 minnismerki á
Bennelong Point til merkis um, að
byggingin væri hafin.
Annarþáttur. Strax áður en hafíst
var handa á byggingarstaðnum, hafði
kostnaðaráætlunin hækkað úr 7
milljónum í 9,8 milljónir ástralskra
dollarar (2.191.280.000 ísl kr.). Þetta
var meira en skattgreiðendur réðu
við, en Cahill stofnaði til ríkishapp-
drættis, sem átti að afla fjár til
hallarinnar. En fjárhagshliðin var
aðeins brot af vandanum.
Þegar byrjað var á grunninum,
kom á daginn, að Bennelong Point
stóð ekki á bjargi eins og menn höfðu
haldið, heldur var þarna uppfylling
og ruslaúrgangur borgarinnar í marga
áratugi — gömul stígvél og dýnur,”
eins og einn sagnfræðingurinn hefur
sagt. Sjórinn úr Sydneyhöfn síaðist
greinilega inn í neðstu lögin. Þetta
endaði með því, að það varð að reka
niður 500 steinsúlur, svo djúpt að
þær stæðu á föstu.
Cahill dó átta mánuðum eftir að
byggingarsatarfið hófst. Á meðan
hafði Utzon unnið eins og þræll við
að fullgera teikningarnar, og naut við
það samvinnu við eitt þekktasta
verkfræðifyrirtæki heims, Ova Arup
og Partners frá London. En það þurfti
fremur ár en mánuði að finna lausn á