Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 56

Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 56
54 ÚRVAL öllum vandamálum í teikningum Utzons, en ibúum Sydney var talin trú um, að óperuhöllin gæti orðið tilbúin árið 1963. Það var ekki auðgert að finna verkfræðiiegar lausnir, svo höllin hryndi ekki saman eins og spilaborg í fyrsta stormi. Það tók 375 þúsund vinnustundir við vinnuborð verk- fræðinganna og 2 þúsund tíma í reiknitölvum verkfræðifirmans. Af tæknilegum ástæðum neyddist Utzon til þess að breyta léttu og svífandi skálaforminu í upprunalegu teikningunni fyrir heldur kantaðra, lóðréttara og hefðbundnara form. Mjög stórir steypukjálkar áttu að standa undir ysta byrðinu. Tíminn leið, og kostnaðurinn jókst og jókst. 1961 var áætlunin komin upp í 17,9 milljónir ástralíudollara (4.002.440.000 ísl. kr.) 1962 í 25 milljónir (5.590.000.000 ísl. kr.). Ove Arup gaf stuttorða yfirlýsingu: „Óperuhöllin verður reist eftir ,,leitið og þér munuð finna”-að- ferðinni. Árið 1963, þegar átti að vígja óperuhúsið, var aðeins neðsti hiuti byggingarinnar tilbúinn. Utzon hafði oft komið til Sydney, á þessum tíma, en nú settist hann þar að til þess að stjórna erfiðasta hiuta verks- ins: Gerð þaksins. Tæknina varð að finna upp, jafnóðum og byggingin þokaðist áfram. Ekki var hægt að nota venjulega vinnupalla, vegna þess hvernig þakið svetgðist. Nauð- syniegt reyndist að verja til þess miklu fé, að búa til sérstaka vinnu- palla. Og byrðingshlutana, sem vógu allt upp í ellefu tonn, varð að láta á sinn stað með stakri nákvæmni. Verkamennirnir börmuðu sér yfir því, að það væri hættulegt að klöngrast um hála þakfletina í mikilli hæð, og vildu fá hærri laun. Að meðaltali var ein vinnustöðvun, verk- fall eða mótmælaganga á dag. Arkitektar Utzons og verkfræðingar Arups áttu stöðugt erflðara með að tala kurteislega saman. Ný vandamál skutu stöðugt upp kollinum: Það voru engin bílastæði, ósamkomulag um sætafjölda og skiptar skoðanir um kröfur til hljómburðar. Og það vantaði rúm bak við sviðið — veigamikið atriði, þegar ópera á í hlut. Utzon fann margar snjallar lausnir, en þegar sviðsvélabúnaður upp í 600 milljónir króna kom til Sydney, var hvergi hægt að láta hann, og enn þann dag.í dag stendur hann og ryðgar utan við borgina. Starfið gekk æ nær Utzon. Árás- irnar á mál óperuhallarinnar urðu að faraldri. Utzon sagðist óska þess, að hægt væri að ljúka byggingunni undir tjaldi, svo enginn gæti séð hana, fyrr en hún væri fullgerð. En hann gat ekki fengið sama vinnufrið og myndhöggvari, allra síst kosninga- árið 1965, þegar kostnaðaráætlun óperuhallarinnar var komin upp í 48,3 milljónir ástralíudollara. Hinn nýkjörni forsætisráðherra frjálsiyndra, Robert Askin, hélt þrumuræður um þennan kostnaðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.