Úrval - 01.06.1976, Side 58
56
URVAL
OG NtJ — hver áhrif hefur höllin
á ókunnuga? Form hennar eru svo
óvænt, að þeim er aðeins hægt að lýsa
með myndum. Þau minna á þanin
segl bátanna á höfninni í kring.
Sólarlagið myndar einmitt þá apal-
glóð í mörgþúsund, hvítum þakflís-
um, sem Utzon hafði lofað. Inni fyrir
hafa þeir arkitektar, sem tóku við af
Utzon, unnið gott starf við fullgerð
hallarinnar. Anddyrin eru á áhrifa-
mikinn hátt römmuð inn í dökkt,
hallandi gler, sem ekki verður fyrir
speglunum og er eins og það renni
frá, þegar maður gengur um bygg-
inguna og sér ljósin í höfn Sydney
eins og stórfenglegt myndateppi.
Höllin hefur fengið mikið hrós
fyrir hljómburðinn. Söngkonan
fræga, Joan Sutherland, sagði að
tónleikasalurinn ætti engan sinn líka,
og óperuhöllin hefur í heild séð,
blásið nýju lífi í tónlistar- og
menningarlíf Sydneyborgar. Þetta er
mest áberandi á sunnudögum, þegar
þúsundir gesta streyma þangað frá
borginni og héruðunum í kring.
Þetta fólk kemur til að dást að
húsinu, ganga um og skoða, drekka
könnu af víni í sólbjörtum forgarð-
inum eða láta teymast af leiðsögu-
manni. Margir koma líka til að njóta
þess, sem fram er reitt af list, en
aðgangseyri er stillt í hóf. Þarna er
allt að fá, frá tónleikum með
heimsfrægum einleikurum til Gil-
berts og Sullivans, þjóðlagasöngs,
kvikmynda og leiksýninga.
Óperuhöllin hefur yfírbugað þann
innri dauða, sem færist yfir margar
vestrænar borgir á sunnudögum.
Þessi miðdepill Sydney ólagar af lífi
alla helgina. Jorn Utzon hafði líka
lofað fólkinu lifandi húsi.
★
Mamma er ekki meðal fremstu rithöfunda heimsins en hún er einn
af þeim afkastameiri. Eftir 25 ára ritstörf fylltu handritin hennar húsið
og stóran hluta af bílskúrnum líka. Á síðastliðnu ári ákváðum við
börnin hennar að koma svolitlu skipulagi á og r því skyni gáfum við
henni risavaxinn skjalaskáp. Hún var ánægð að sjá, þegar við gátum
loks komið skápnum fyrir í vinnuherbergi hennar. En ég hafði
áhyggjur. Hvernig átti hún að geta flokkað þetta gríðarlega magn af
pappír, þar sem hún hafð farið eftir sínu eigin kerfi í svona mörg ár?
En hún kom mér áóvart. Þegar ég kom næst í hejmsókn til hennar
Ieit ég í skjalaskápinn. I fjórum stómm skúffum var allt komið í röð og
reglu, flokkað í fjóra flokka sem voru á þessa leið: 1. HANDRIT —
UNDAN RÚMINU. 2. HANDRIT — OFAN AF DRAGKISJIJ OG
SKÁPNUM. 3. EPLAKASSA — HANDRIT. 4. BÍLSKÚRS- OG
GEYMSLUHANDRIT.