Úrval - 01.06.1976, Page 61

Úrval - 01.06.1976, Page 61
TÍÐABRIGÐIKARLMANNA manna eins og Mitch? Nútíma læknavísindi hafa svar við því: Það er kallað „tíðabrigði” karlmanna. Læknar, sem fást við æ fleiri karla á aldrinum 40—60 ára segja, að erfiðleikar þeirra á þessu breytinga- tímabil séu engu síður hrikalegir en kvenna. En þeir geta notið góðs af sambærilegri hormóna- og sálfræði- meðferð og hið fríða kyn. Fyrsta skrefið er þó að fá karla til að viðurkenna, að eitthvað sé að. , ,Tíða- brigði kvenna eru virt, viðurkennd og við þeim er búist. Allir reyna að sýna umburðarlyndi, bjóða fram hjálp sína og búast jafnvel við meiru en gerist. En breytingar karlmanna eru ekki viðurkenndar. Karlinn verður að viðhalda ímynd sinni sem sterkur og óbugandi, á sama tíma og hann þarfnast samúðar og skilnings.” Þannig lýsir Estelle Ramey, læknir í Washington, þessu ástandi. Hún segir að hjá flestum körlum verði breyting á framleiðslu hor- mónsins testosterone, þegar þeir eldast. Þetta hormón framkallar hin ytri kyneinkenni karlsins, stjórnar vexti hárs og skeggs, beinamynd- unar, raddar og fleira, og þegar framí sækir kemur það í veg fyrir breytingar og rýrnun kynfæranna. Kynkirtlar karlmannsins — sem sjá um „karlmennsku” hans, eru veik- asti hlekkurinn í kirtlastarfsemi mannsins. Þeir gefa sig fyrstir, þegar aldurinn hægir á hinum ýmsu lífkerf- um mannslíkamans. Þótt ekki sé nema að litlu leyti 59 vitað um þá flóknu lífræðilegu breytingu, sem kallast ,,að eldast”, eru vísindamenn þó sammála um, að í því felist hægari starfsemi allra líffæra. Fitukirtlar taka að þorna upp, hárið losnar af, húðin skorpnar. Meltingarkerfið hægir á sér. Blóðrás- in hægist og veldur náladofa í handleggjum og fótum og hreyfiget- an minnkar. Með þessum breytingum koma aðrar, sem minna ber á. Sáðfrumum fækkar í sæði karlsins og minna verður af testosterone í blóðvökva og þvagi. Hormónaframleiðslan dregst saman. Stundum gerist þetta mjög snögglega. Því miður verða þessar líffræðilegu breytingar á erfiðum tíma í lífí karlsins. Á aldrinum 40—60 ára fer karlinn oft að endurmeta sjálfan sig og ævi sína og gerir sér oft ljóst, að hann mun aldrei fá því áorkað, sem hann dreymdi um. Hann sér ekki fram á annað en tilbreytingarlausa vinnu og það sem ef til vill er verra, fábreytta tilveru eftir að hann verður að láta af störfum vegna aldurs. Yfir þessu öllu grúfír svo sú þrúgandi staðreynd, að líkamlegur þróttur er að þverra, ásamt kynork- unni. Þetta leiðir oft til þess, að miðaldra karl leggur harðar að sér við starf sitt, hellir sér út í stranga lík- amsþjálfun eða leitar til ungra kvenna, allt til þess að reyna að vinna upp það sem tapast hefur og kannski til þess að hrista af sér kvíðann og óttann. Ramey læknir telur, að aðal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.