Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
gefíð sjúklingum sínum hormóna í
nærri 30 ár, segir um það atriði: ,,Af
þeim 200 karlmönnum, sem ég hef
meðhöndlað, hef ég ekki fengið eitt
einasta tilfelli með blöðruhálskrabba,
sem er ein helsta mótbáran við
hormónagjöf í langa tíma. Ef þessi
meðferð væri krabbameinsvaldur á
þessu sviði, ætla ég að það hefði
komið fram á þessum tíma.”
Hann telur ennfremur, að það séu
svo ótvíræðir kostir við hormónagjöf-
ina, að þeir yfirgnæfi að verulegu
leyti möguleikann á ofurlítilli
krabbameinshættu. Þegar hormóna-
lyf em gefin jafnaðarlega í fjögur til
sex ár, geta þau stöðvað og jafnvel
snúið við beinarýrnuninni, sem fylgir
aldrinum og gerir líkaman veik-
byggðari. En ofar öllu öðm má þó
segja, að þessi lyfjagjöf gerir karlinn
færan um að lifa kynlifi, kemur í veg
fyrir of brátt sáðlát og ófullkomna
reisn, sem em einmitt sérkenni
minnkandi hormónaframleiðslu lík-
amans.
Þegar það er metið, hvort áhættan
eða hagnaðurinn sé meiri af lyfja-
meðferð, verður karlinn fyrst að
gangast undir langvarandi og viða-
mikia rannsókn. Þessi rannsókn er
mikilvæg til þess að geta nákvæm-
lega stjórnað lyfjunum og magni
þeirra. En í grófum dráttum má
segja, að þeir hópar manna ættu ekki
að fá lyfjameðferð, sem eitthvað af
þessu á við: Þeir, sem hafa haft
blöðmhálskrabba eða annars konar
beinkrabba skyldan blöðmháls-
krabba, menn með ofnæmi eða
tilhneygingu til bjúgs og bólgu-
myndunar, eða þeir sem hafa veikt
hjarta.
En hve lengi þarf sá, sem hefur
ófullnægjandi testosterone fram-
leiðslu, að vera á þessum lyfjum?
,,Það sem hann á ólifað,” segir
Kupperman. ,,Hvers vegna ætti að
svipta manninn einni mestu lífs-
hamingjunni?”
Til em tvær — jafnvel þrjár —
aðferðir til að gefa lyfin. Ein er sú,
sem Kupperman telur besta, að gefa
körlunum sprautur á tveggja til
þriggja vikna fresti. Önnur er sú, að
græða hylki undir húðina, venjulega
milli herðablaðanna eða í nárann. Sú
aðferð þykir sársaukafyllri, en hana
þarf ekki að gera nema á sex mánaða
fresti. Þriðja leiðin er svo lyf til
inntöku, en hún er talin geta haft
áhrif á starfsemi lifrarinnar og fleiri
líffæra.
Kupperman leggur áherslu á, að
,,tíðabrigði” karlmanna séu örugg-
lega rétt greind, áðue en farið er út í
nokkra meðferð. Ganga verður úr
skugga um, að ekki sé um neinn
annan líkamlegan eða andlegan
kvilla að ræða. Annars er þess ekki að
vænta, að sjúklingurinn hafi gagn af
meðferðinni.
Þrjár ástæður geta legið til vangetu
karlmannsins: 1. Rangar upplýsingar
eða engar upplýsingar berast kyn-
kirtlunum. (Meða öðrum orðum:
Karlinn hefur gersamlega misst
áhugann á kynlífi). 2. Líkaminn er