Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 72
70
ÚRVAL
varpa sér flötum frammi fyrir hásæt-
inu og leggja blóm að „lótusfótum”
hans. Þeir álíta hann vera „kjarna og
inntak Guðs hér á jörðu.”
í „musteri” hins Alþjóðlega félags
Krishanavitundarinnar í Boston
sveigir hópur dansenda sig fram og
aftur og sönglar frammi fyrir austur-
lenskum guðastyttum og risavaxinni
mynd af stofnenda trúarflokksins, en
það er 78 ára gamall indverskur
kaupsýslumaður, Swami Prabhupada
að nafni, sem hættur er kaupsýslu-
störfum. Áhangendurnir eru allir
klæddir í guiar skikkjur. Þeir tigna
hann sem sinn „andlega meistara”.
í hópfjölskyldu úti á Stateneyju í
mynni New Yorkhafnar sitja „börrn’
og „öldungarnir” í söfnuðinum
„Guðsbörn” og hlusta af mikiili
andakt, þegar „Mo”-opinberunar-
bréf frá leiðtoga þeirra, Davíð Berg,
er lesið upp, en þennan ieiðtoga sinn
nefnir söfnuðurinn ætíð „Móses.”
Þettar eru stuttar svipmyndir úr
starfsemi fjörurra stærstu sértrúar-
hópanna, sem hafa teygt arma sína
yfir gervöll Bandaríkin á undanförn-
um árum. Til eru um 200 aðrir þeim
til viðbótar, en þeir eru flestir litlir og
aðeins starfandi á afmörkuðum svæð-
um. í þeim eru samtals um ein
milljón ungra Bandaríkjamanna.
Flestir þeirra eru úr miðstéttum, og
flestir þeirra hafa verið aldir upp í
hefðbundinni kristinni trú eða gyð-
ingatrú.
Sértrúarhópunum erstjórnað mjög
stranglega af leiðtogum, sem sveip-
aðir eru einhvers konar dulrænum
blæ. Þeir leggja áherslu á ýtarlega
kennslu og þjálfun áhangendanna.
Flestir áhangenda snúa alveg bakinu
við öllum áhugamálum utan safnað-
anna og lifa lífi sfnu algerlega innan
hins „takmarkaða” hóps, að undan-
skildum skyndiferðum úti í heiminn
utan hans í leit að nýjum félögum og
til þess að afla fjár. Fjöldi þessara
ungmenna hefur hætt í skóla, varpað
fyrir borð öllum áætlunum um
lífsstörf í atvinnuskyni, afhent hópn-
um bankainneignir sínar og rofíð öll
tengsl við vini og ættingja.
Ásökunum foreldra, sálfræðinga
og fyrrverandi safnaðarbarna á hend-
ur trúarhópum þessum fer nú sífjölg-
andi. Þeir eru sakaðir um að stjórna
hugsanastarfí og afstöðu félaganna
eftir geðþótta sínum og um algeran
„heilaþvott”. „Þeir eru að breyta
börnum og ungu fólki, sem var í
góðu jafnvægi og tekist hafði að
aðlaga sig umheiminum, í svefn-
gengla, vélmenni ogsjálfvirk, hugsun-,
arlaus tæki,” segir dr. Richard
Martino, forstöðumaður Stofnunar
hegðunarvísinda í Coconut Grove í
Floridafylki. „Þessir krakkar hafa
engan einstaklingsbundinn persónu-
leika lengur,” bætti móðir ein í
Manchester í New Hampshirefylki
við, en dóttir hennar hætti í háskóla
og dvaldi 7 mánuði á vegum Sam-
einingarkirkju Sunsö Myungs Moon.
„Dóttir mín hefur alltaf verið fjörleg
og lífmikil stúlka. Hjá henni hafa
skipst á tímabili kæti og dapurleika.