Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 74
72
URVAL
því, að nýr Messías mundi fæðast í
Kóreu innan viss tímabils, en á þessu
tímabili var einmitt fæðingarár
Moons sjálfs, árið 1920. Hann kenn-
ir, að Eva hafi verið tæld af Satani og
hafi upp frá því spillt mannkyninu.
Jesús, hinn fyrsti Messías, átti að
giftast hinni fullkomnu brúði og
leggja þannig grundvöllinn að
hreinu, óspilltu mannkyni, en hann
var hindraður í að gera slxkt, þar eð
hann var krossfestur. ,,Nú er ,,nýr
Messías”, Moon sjálfur, kominn
fram á sjónarsviðið til þess að veita
slíka líkamlega hjálp og frelsun og
gera mannkynið fullkomið.
TRÚBOÐ HINS GUÐLEGA LJÓSS.
Þessi söfnuður var stofnaður í
Indlandi af föður Maharaj Ji. Árið
1966, þegar drengurinn var 8 ára, dó
faðir hans, eftir að hann hafði lýst
yfir, að sonur hans væri nú ,,hinn
fullkomni meistari”, sem halda
skyldi safnaðarstarfinu áfram, Mah-
araj Ji stofnaði bandaríska trúboðið
árið 1971.
I söfnuðinum er nú 50.000 Banda-
ríkjamenn, en 2.000 þeirra vinna í
sérstökum miðstöðvum í 185 borg-
um. Aðrir 575 félagar sem búa í
hópfjölskyldum, sem nefnast
„ashram”, eru grænmetisætur og
kynbindindisfólk. Umsóknin um
inngöngu í „ashram” er samtals 4
blaðsíður, en 2 þeirra eru eingöngu
tengdar upplýsingaöflun um fjármál
umsækjandans, bankainneignir, arfs-
von, hluta- og skuldabréfaeignir,
líftrygginarskírteini, fasteignir og
hvers konar aðrar eignir. Þeir, sem
ganga í „ashram”, afhenda söfnuð-
inum allar tekjur sínar, en söfnuður-
inn rekur fjöldann allan af fyrirtækj-
um, sem velta milljónum dollara, þar
á meðal útgáfufyrirtæki, kvikmynda-
og hljómplötuframleiðslufyrirtæki,
leikflokka og dansflokka, matvæla-
samvinnufélag og hinar fjölmörgu
dýru bifreiðir Maharaj Ji.
En helsta „framleiðsluvara” safn-
aðarins er samt „þekking”, sem er
ekki opinberuð þeim, sem utan
safnaðarins standa, því að þeir eru
álitnir ófærir um að skilja hana,
heldur er henni miðlað til áhangenda
safnaðarins á löngum leynifundum í
dimmum herbergjum, þar sem
leyndir helgisiðir eru viðhafðir. Til
slíkrar þekkingar má telja aðferð til
þess að sjá innri , ,ljós”, sem er fólgin
í því, að þrýst er á hliðar augnstein-
anna, aðferð til þess að heyra
„tónlist” utan úr geimnum með því
að stinga þumalfingrunum í eyrun,
aðferð til þess að fá að bragða á
„lífsvökva” Guðs með því að sveigja
tunguna aftur fyrir góm og aðferð til
þess að fá að reyna guðlegan titring,
sem kallaður er „Orðið” með því að
einbeita athyglinni að eðlilegum
öndunarhljóðum og reyna að við-
halda þeim ómenguðum. Þessar
aðferðir eru æfðar daglega, ásamt
„satsang”, en þar er um að ræða
trúarlegar samræður, sem standa í tvo
tíma eða lengur. Ætlast er til, að
hugleiðslan sé stöðug og órofin, og