Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 92
90
URVAL
ALLIR DAGAR EINS.
/ vísindareyfurum um geimferðir
er maturinn ekkert vandamál.
Ahöfnin á sér þillusafn og hefur
einfaldar, stuttar máltíðir: Gleypir
fáeinar pillur og skolar peim niður
með vatni.
Bóris slekkur á Ijósinu sínu. Það er
tími til kominn að ég fari líka að sofa.
Ég á vakt á morgun. Störf þess, sem
er á vakt, spanna allan daginn, svo
vaktadagurinn er fljótari að líða en
hinir. Eitt aðal verkið er að elda
matinn. Því miður er ekki hægt að
leysa þann vanda með pillum enn
sem komið er. Bæði maginn og
þarmarnir þurfa að fá fyllingu, ef
maðurinn á að geta starfað eðlilega.
Það er einmitt maturinn, sem veitir
manninum þá tilfinningu, að hann
hafi fengið fylli stna. Mér virðist út í
hött að ímynda sér, að hægt sé að láta
eins konar lyfjatöku koma í staðinn
fyrir að matast.
Sú hugmynd að gera ýmsa hluta
geimfars úr ætilegum efnum, sem
nota mætti sem varaforða, virðist mér
líka harla óraunsæ. Fylgjendur þess-
arar hugmyndar benda á fordæmi
japana, sem búa til bjórflöskur úr
pressuðu fiskimjöli.
Á langri ferð gæti gróðurhúsið séð
geimförunum fyrir fullgildu kol-
vetni, fjörefnum og málmsöltum.
Það er meiri vandi með eggjahvítu.
Vísindamenn leita nú að fullgildum,
tilbúnum mat, sem grundvallast á
eggjahvítuefnum úr grænmeti.
í okkar tilraun prófum við alls
konar nátturlega fæðu, sem hefur
verið þurrkuð með frosteimingu.
Fyrstu dagana fór svo, að þessi matur,
sem hefur tilskilinn hitaeiningafjölda
og eðlilegan lit og bragð, veitti okkur
ekki þá tilfinningu, að við værum
mettir. Síðan vöndumst við þessu.
Á löngu flugi er líklegt, að
þurrkaður matur verði aðalmaturinn,
Hann er mjög léttur og þolir langa
geymslu við stofuhita.
Dagar okkar eru hver öðrum líkir.
Við höfum ráðið fram úr öllum
daglegum málum. Það er allt z lagi
með matinn og loftið og við höfum
ekkert ógeð á vatninu. Satt er það að
vtsu, að tilbreytingin er ekki mikil.
En við höfurn skapandi starf og það
er margra draumur. Við sóum ekki
tímanum. Þetta er ekki svo slcemt.
Hvíld er ekki auðveld hér. Við
verðum bara að skipta um verkefni,
og þar með umhugsunarefni. Auð-
vitað er betra að leiða ekki hugann að
því, sem fram fer utan farsins. Það er
erfitt, en ekki ógerlegt. En leiðir
þetta ekki til tilfinningalegs sljóleika?
Því jafnvel draumar okkar eru hættir
að vera ljósir og fjörugir, eins og þeir
voru í fyrstu. Kannski það sé gott að
hugsa um liðna tíð, að rifja upp. Nú
sést margt í allt öðru og fegurra ljósi
en fyrr.
Sambandið milli okkar félaganna
hefur jafnast. Við höfum tekið upp
þá einu reglu, sem vit er í: Reka ekki
nefið ofan í annars manns kopp.
Vanhugsað orð er of hvasst eða
truflandi. Svo við svörum spurning-