Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 96
94
ÚRVAL
sinna skyldustörfum þínum,” sagði
Herman og breiddi úr svefnpok-
anum mínum. Þótt ég afþakkaði
boð hans, þótti mér vænt um
tillitssemina.
GAT ÞAÐ VERIÐ VORIÐ?
I nokkra daga skrifaði ég ekki
stafkrók í dagbókina mína. Það
byrjaði með því, að við heyrðum
ókunna kvenmannsrödd meðal
þeirra, sem stóðu að tilrauninni úti
fyrir.
„Veistu hver þetta er?” spurði ég
Herman.
,,Það er Víóletta Gorodinskaja.
Hún er blaðamaður, og hefur skrifað
talsvert um rannsóknir og tilrauna-
flug.”
Ekki leið á löngu, þar til ég fór að
þekkja rödd hennar. Yfírleitt hafði
okkur lærst að mun meira felst í
rödd en venjulega er talið. Okkur
fannst við geta lýst mönnum eftir
röddunum. ,,Hún er ung, dálítið
glettin — og falleg,” sagði ég við
sjálfan mig.
Nokkrum dögum síðar, þegar ég
var á vakt, talaði ég við hana í fyrsta
sinn — og fann til dapurleika.
,,Getur það verið vorið?” hugsaði
ég. ,,En við finnum ekki fyrir vorinu
hér inni!”
Einu sinni, þegar ég átti leið hjá
kýrauganu, tók ég eftir rifu á
tjöldunum utan við. Ég sá niður á
plastið á gólfinu. í sama bili kom
stúlka þar að og dró fyrir rifuna. Gat
það hafa verið blaðamaðurinn? Ég
glataði andlegu jafnvægi mínu. ,,Ég
hlýt að vera genginn af göflunum,”
sagði ég við sjálfan mig. ,,Þegar
strákarnir minnast á konur sínar, hef
ég alltaf verið svo rogginn af því að
eiga enga. Það var auðveldara fyrir
mig en þá að láta loka mig hér inni.
En nú... ,,Kannski ætti é| að skrifa
henni bréf, og lauma því út um
loftrásina? Myndi hún svara? Bréf
getur sagt ýmislegt um þann, sem
skrifar það, að minnsta kosti segir
það meira en sjónhending.
Aftur er ég að trassa dagbókina
mína — minn sanna, þögla vin. Ég er
að skrifa Víólettu bréf. Skrifa henni
bréf og rífa jafnharðan í tætlur.
Einn versti óvinur okkar er at-
hafnaieysið. Maður getur ekki þrifist
í umhverfí sínu án verkefna, fremur
en matar og lofts.
Um daginn sagðist Bóris hafa
fullkomna stjórn á skapi sínu, en
sama kvöldið funaði hann upp. Eins
og vanalega út af engu. Herman hafði
bakað kexið full mikið. Brunalyktin
af kexinu barst inn í gróðurhúsið, þar
sem Bóris var að hlaupa. Þá missti
hann stjórn á sér.
Ég stakk upp á því að við klipptum
hver annan, þar sem við erum nú að
nálgast ,,hættusvæði”, sem hefur í
för með sér strangari vatnsskömmt-
un, meiri hita og raka. Við sáum eftir
haddi okkar, en það er auðveldara að
umbera mikinn hita með stuttklippt
hár.
Þegar okkur ,,bar inn í bættu-
svœðið ’' hækkaði hitinn í þrjátíu