Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 99

Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 99
MILLIJARDAR OG MARS 97 „Gras.” Bóris verður fyrstur að svara. ,,Tré.” Herman er aðeins örlítið á eftir. Ég þegi enn, sit þarna og hlusta á sálfræðinginn þylja, leita að hæfileg- um orðum. Ég hefði sagt ,,gæsa- blóm” eða bara ,,blóm.” En ef ég væri svona vandlátur, yrði ég alltaf síðastur. Næst ætla ég að svara án þess að hugsa. Sálfræðingurinn: ,,Hætta.” Bóris: „Hættumerki.” Ég ætlaði að segja þetta, en Bóris stal því frá mér. Nú verð ég að vera fljótur að finna annað. Hræðsla? Nei, ég verð að finna eitthvað hlutlausara. „Undrun” er skárra. Ég segi það, en geðvonskulega. Sálfræðingur: „Leggið eftirfarandi alkunn orð á minni: Stál, bolli, sjór, tungl, lampi, skógur, öngull, andlit, dagblað, gler.” Þetta voru tíu orð. Einu sinni gátum við rifjað upp 80% þeirra. Við „neyðarástand” hefur andlegri orku okkar hrakað. ... Sjötti dagur ,, neyðarástands. Nú á að prófa okkur á þrekhjólinu. Ég er bara að setjast á apparatið, en svitinn er þegar farinn að boga af mér. Ég er með æðaslátt í hálsinum og hálsinn er skrælþurr. Ég stíg á pedalana. Mínúta líður. Mótstaðan er þyngd upp í 800 kíló. Ég er að kafna. Þúsund litlir hamrar berja hver öðrum hraðar inni í höfðinu á mér. Ég sé ekki glóru. Ég er með band um hægri handlegginn og þar þrengir að mér. Mótstaðan er enn þyngd: 1200 kíló! Fæturnir hlýða mér varla. Bara að ég hrynji nú ekki af hjólinu. Aðeins nokkrar sekúndur í viðbót. Loks gefur Herman mér merki og ég tek út úr mér munnstykkið. Um leið verður andardrátturinn auð- veldari. Gott! Bóris rétti mér krús af vatni. Ég slokra það í mig. Þegar við getum á daginn flýjum við inn í gróðurhúsið, þar sem er meira af málmi. Þar þéttist rakinn. Þar er líka hreyfing á loftinu, sem minnir á hægan andvara. í dag áttum við allir fría stund samtímis, og langaði alla að fara þangað. Fyrst ætluðum við að draga um það. Svo sáum við, að Bóris var sérlega þögull og niðurdreginn. Við Herman litum hvor á annan og skipuðum svo Bórisi að fara þangað inn. Hann fór þegjandi. „Neyðarástand” er mikil sálræn áreynsla. Við erum orðnir örþreyttir. Við höfum gengið meira inn í okkur, látum duga að senda augnaráð eða dæsa, þegar eitthvað fer í taugarnar á okkur. Okkur var sagt, að hér eftir yrði loftslagið í klefa okkar ekki stöðugt, eins og þar var fyrir , ,neyðarástand- ið.” Okkur verður ætlað stöðugt líkamsálag. Stöðugleikinn, sem var, gerði okkur erfiðara fyrir að þola þessa snöggu breytingu. í dag er síðasti dagur „neyðar- ástandsins.” Klukkan er þrjú að nóttu. Ég er á vakt. Á morgun er afmælisdagurinn minn. Ekki býst ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.