Úrval - 01.06.1976, Side 102

Úrval - 01.06.1976, Side 102
100 ÚRVAL ýmis efni hlaðast þar upp í andrúms- loftinu og mynda sérstakan örheim. Hvaða áhrif hefur það á nýja áhöfn? Það þarf að kanna. Klukkan fimm í dag verður ná- kvæmlega eitt ár liðið, síðan við komum hingað inn. Þá opnast dyrnar til hins hversdagslega lífs á ný. Og þótt við höfum gengið í þrengslun- um inni hjá okkur, hitað okkur upp með hlaupum og gert æfíngar, er ég ofurlítið smeykur um að ég geti ekki gengið frjálslega og eðlilega yfír svæðið utan við klefann okkar. Síðasta daginn erum við önnum kafnir. Við verðum að undirbúa allt fyrir nýju áhöfnina. Við hreinsum allt með blautum kústi og setjum hvað á sinn stað. Nú eru tveir tímar eftir. Við vefjum svefnpokunum saman. Ég fer inn í gróðurhúsið og svipast um. Stálpípur. Plöntur. Hér hef ég hugsað margt. En nú horfi ég á þetta kunnuglega umhverfí og finnst ég vera þar framandi. Loks er sú stund upp runnin, sem okkur hefur dreymt um alla þessa löngu daga, vikur og mánuði. Bóris opnar dyrnar og hleypir okkur Hermani út á undan sér. , ,MJÚK LENDING.” Við komum út í sérstakan ,,loft- klefa. ' ’ Eftir fáeinar sekúndur gengur svo Herman, ofurlítið álútur, út í frjálsan heim og við á hælum hans. Við sjáum fólk ígöllum með grímur. Við fáum ofbirtu í augun. Ilmur- inn af blómunum, sem staflað er á okkur, stígur okkur til höfuðs. Ég er ringlaður og það er ekki laust við að mig svimi. Herman stígur varfærnislega á plastið og gengur að hljóðnemanum. Ég er of utan við mig til að heyra hvað hann er að segja. Okkur er sagt að fylgja læknunum og við förum niður brattan stiga. ,,Varlega, var- lega,” hljómar á eftir okkur. Við komum út undir bert loft. I fyrsta sinn í heilt ár anda ég að mér fersku haustloftinu. Það er kalt og rakt. Ötrúlega glampandi hvítt baðkerl Eg barmafylli það af vatni. Ég hef ekki í heilt ár séð svona mikið vatn. Eg stari á það eins og kraftaverk, eins og undraefni, sem ég hafi ekki séð áður. Eftir hálfan mánuð fáum við að hitta vini og aðstandendur, ef allt gengur að óskum. En nú höfum við síma, sjónvarp og útvarp til að tengja okkur umheiminum. Við erum þreyttir. Umskiptin yfir I daglegt líf eru erfíð. Ég horfí á Herman og Bóris. Þeir eru gengnir inn í sig, annars hugar, slappir. Við förum allir samtímis í rúmið. Þrjú uppbúin rúm með drifhvítu líni bíða okkar. Af gömlum vana drögurn við um rúmin, þótt þau séu öll nákvæmlega eins. Atburðir dagsins koma eins og leifturmyndir til mín ásamt atvikum úr dvöl okkar í , ,geimfarínu' þegar ég loka augunum. Alit rennur út í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.