Úrval - 01.06.1976, Síða 102
100
ÚRVAL
ýmis efni hlaðast þar upp í andrúms-
loftinu og mynda sérstakan örheim.
Hvaða áhrif hefur það á nýja áhöfn?
Það þarf að kanna.
Klukkan fimm í dag verður ná-
kvæmlega eitt ár liðið, síðan við
komum hingað inn. Þá opnast dyrnar
til hins hversdagslega lífs á ný. Og
þótt við höfum gengið í þrengslun-
um inni hjá okkur, hitað okkur upp
með hlaupum og gert æfíngar, er ég
ofurlítið smeykur um að ég geti ekki
gengið frjálslega og eðlilega yfír
svæðið utan við klefann okkar.
Síðasta daginn erum við önnum
kafnir. Við verðum að undirbúa allt
fyrir nýju áhöfnina. Við hreinsum
allt með blautum kústi og setjum
hvað á sinn stað.
Nú eru tveir tímar eftir. Við
vefjum svefnpokunum saman.
Ég fer inn í gróðurhúsið og svipast
um. Stálpípur. Plöntur. Hér hef ég
hugsað margt. En nú horfi ég á þetta
kunnuglega umhverfí og finnst ég
vera þar framandi.
Loks er sú stund upp runnin, sem
okkur hefur dreymt um alla þessa
löngu daga, vikur og mánuði. Bóris
opnar dyrnar og hleypir okkur
Hermani út á undan sér.
, ,MJÚK LENDING.”
Við komum út í sérstakan ,,loft-
klefa. ' ’ Eftir fáeinar sekúndur gengur
svo Herman, ofurlítið álútur, út í
frjálsan heim og við á hælum hans.
Við sjáum fólk ígöllum með grímur.
Við fáum ofbirtu í augun. Ilmur-
inn af blómunum, sem staflað er á
okkur, stígur okkur til höfuðs. Ég er
ringlaður og það er ekki laust við að
mig svimi.
Herman stígur varfærnislega á
plastið og gengur að hljóðnemanum.
Ég er of utan við mig til að heyra
hvað hann er að segja. Okkur er sagt
að fylgja læknunum og við förum
niður brattan stiga. ,,Varlega, var-
lega,” hljómar á eftir okkur.
Við komum út undir bert loft. I
fyrsta sinn í heilt ár anda ég að mér
fersku haustloftinu. Það er kalt og
rakt.
Ötrúlega glampandi hvítt baðkerl
Eg barmafylli það af vatni. Ég hef
ekki í heilt ár séð svona mikið vatn.
Eg stari á það eins og kraftaverk, eins
og undraefni, sem ég hafi ekki séð
áður.
Eftir hálfan mánuð fáum við að
hitta vini og aðstandendur, ef allt
gengur að óskum. En nú höfum við
síma, sjónvarp og útvarp til að tengja
okkur umheiminum.
Við erum þreyttir. Umskiptin yfir I
daglegt líf eru erfíð. Ég horfí á
Herman og Bóris. Þeir eru gengnir
inn í sig, annars hugar, slappir.
Við förum allir samtímis í rúmið.
Þrjú uppbúin rúm með drifhvítu líni
bíða okkar. Af gömlum vana drögurn
við um rúmin, þótt þau séu öll
nákvæmlega eins.
Atburðir dagsins koma eins og
leifturmyndir til mín ásamt atvikum
úr dvöl okkar í , ,geimfarínu' þegar
ég loka augunum. Alit rennur út í