Úrval - 01.06.1976, Side 104
102
ÚRVAL
af fólki, sem leggur sig fram um að
gera okkur glaða og ánægða.
Ég fæ bréf frá Víólettu, sem nú er
orðin unnusta mín. Ég les þessi góðu,
hlýju bréf aftur og aftur. Og sest svo
við að svara þeim.
Annan morguninn á hressingar-
hælinu lá ég í rúminu og hlustaði á
útvarpið. Allt í einu sagði þulurinn:
,,í samræmi við geimferðaáætlun-
ina hefur tilraunastöð til könnunar á
möguleikum til að draga fram lífið í
geimnum verið komið á fót í
Sovétríkjunum. Þar eru nýjustu upp-
götvanir í líffræði, verkfræði, efna-
fræði og læknavísindum lagðar til
grundvallar í samvinnu við nútíma
rannsóknir og mælitæki. Verið er að
kanna eitt þeirra kerfa, sem gætu gert
manninum kleift að draga fram lífið
á löngum geimferðum. Nú er lokið
árslangri tilraun, þar sem þrír menn
voru lokaðir inni i eftirlíkingu af
geimfari og drógu fram lífið á því,
sem þar var fyrir hendi. Þessir menn
voru: Herman Manottsef, læknir,
sem var fyrirliði hópsins, Andrei
Bosskó, líffræðingur, og Bóris Uli-
bíséf, verkfræðingur.
•Þessi einstæða tilraun er spor
framávið í rannsóknum þeim, er lúta
að lífsmöguleikum manna utan
plánetu okkar...”
Ég stökk fram úr rúminu og hóf
morgunleikfimina af meiri þrótti og
fjöri en venjulega. í borðstofunni
hitti ég Herman og Bóris. Þeir höfðu
líka heyrt fréttirnar.
Sasja kom með blöðin klukkan
hálf ellefu eins og venjulega.
,,Er nokkuð í fréttum?” spurði ég.
,,Það er sagt frá einhverjum
gaukum, sem dvöldu heilt ár í
niðursuðudós. Heilt ár! Það er
lýginni líkast!” sagði hann og otaði
Prövdu að mér.
Forsíðufyrirsögnin stökk á móti
mér: „Árí geimskipi á jörðu niðri.”
Þar undir voru myndir af okkur
félögunum.
,,Góðir strákar,” sagði Sasja stutt-
aralega og gaut á mig augunum.
„Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir
þá.”
,,Það hlýtur að vera,” svaraði ég.
★
Þegar leið að páskum sagði ég við manninn minn, að nú þegar öll
börnin vöru farin að heiman væri þetta fyrsta árið, sem við máluðum
ekki á egg og feldum þau víðsvegar um húsið — til þess að leita að
þeim á páskunum. ,,Það er allt í lagi, elskan,” svaraði hann. ,,Við
getum vara falið vítamínpillurnar hvort fyrir öðru.”
R.S.K.