Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 106
104
URVAL
GÓÐHJARTAÐ FÓLK.
Há dánartala þeirra, sem nýtt
hjarta hefur verið grætt í, hefur gert
það að verkum, að margir skurðlækn-
ar hafa nú snúið baki við aðgerðum
afþessu tagi. Ein áberandi undatekn-
ing er þó frá þessu: Norman E.
Shumway við læknaskóla Stanford-
háskóla. Hann og samstarfsemm
hans hafa flutt að meðaltali eitt
hjarta á mánuði síðan 1968, og 36 af
96 sjúklingum með nýtt hjarta eru
enn á lífi. Af 190 sjúklingum, sem
vitað er að hafa fengið nýtt hjarta
annars staðar í veröldinni en á
þessum eina stað, eru aðeins 14 á lífl,
en skýrslur Shumways og manna hans
hafa vakið nýjan áhuga á þessari
aðgerð.
Sjúklingar Shumways eiga lífið að
launa þeirri umönnun, sem þeir fá
eftir uppskurðinn. Nokkra fyrstu
dagana fá þeir stöðuga lyfjagjöf til að
örfa starfsemi hjartans. Einn manna
Shumways, Edvard B. Stinson, segir
að þeir hafi tekið eftir því, að hjarta
vinni óeðlilega hægt fyrstu dagana í
nýjum skrokki. Þar að auki eru
reglulega tekin vefjasýni (um ,,stút”,
sem til bráðabirgða er settur á
hjartaæðina) eftir uppskurðinn. Ef
vefirnir sýna merki um bólgu eða
sýkingu, sem táknar að líkaminn
ætlar að hafna þessum nýja parti — er
sjúklingnum um tíma gefinn aukinn
skammturlyfja, sem geraónæmiskerfí
líkamans óvirkt.
En vegna þess að efni af því tagi
draga úr mótstöðuafli líkamans,
verður sjúklingurinn mjög viðkvæm-
ur fyrir hvers konar sýkingu. En þeir í
Stanford eiga ráð við því. Um leið og
einhvers verður vart, er byrjað að
moka hvers konar fúkalyfjum í
sjúklinginn. Þegar ljóst er hvað er að,
er hætt að gefa þau lyf, sem eru óþörf
í hverju tilfelli.
Mjög fljótlega eftir uppskurðinn er
svo sjúklingurinn rekinn í endur-
hæfíngu, sem feiur í sér hlaup,
þrekþjálfun, lyftingar og ýmsa aðra
verulega áreynslu.
Time.
NÝRU í FARANGRINUM.
í ellefu ár þjáðist Josephine Ber-
man, búsett í Brooklyn 1 New York,
af ólæknanlegum nýrnasjúkdómi,
sem gerði það að verkum, að hún gat
aldrei farið langt frá „gervinýranu”-
vélinni, sem slíkir sjúklingar em
tengdir við með stuttu millibili til að
hreinsa úrgangsefnin úr blóðinu. En í
fyrrasumar fór hún í 16 daga ferð um
vesturríki Bandaríkjanna, um Miklu-
gljúfur, Las Vegas og San Francisco
og kom hvergi nærri sjúkrahúsum
allan þann tíma. Þetta frelsi fékk hún
með nýrri, léttbyggðri nýrnavél. Þessi
vél er svo meðfærileg, að hún kemst
fyrir í tösku líkri meðalstórri skjala-
tösku, og með henni gat Josephine
sjálf hreinsað blóð sitt þar sem hún
gisti hverju sinni.
Höfundur nýrnahreinsitöskunnar
em Eli A. Friedman, læknir í
Brooklyn, og samstarfsmaður hans,
James Hutchisson. Þeirsegja, að þessi