Úrval - 01.06.1976, Side 111

Úrval - 01.06.1976, Side 111
LEIÐIN TIL TINKHAMTOWN 109 fyrir ncðan, en hann gat ekki heyrt það vegna radda, sem bárust að eyrum hans. Hann vildi, að fólk þetta hætti að tala, svo að hann gæti heyrt muldrið í læknum. Það var einhver að nefna nafn hans æ ofan 1 æ. „Frank, Frank!’ Hann opnaði augun gegn vilja sínum. Þetta var systir hans. Hann reyndi að segja henni, hvert hann væri að fara, en þegar hann bærði varirnar, þá mynd- uðust engin orð. ,,Hvað sagðirðu, Frank?” spurði hún og beygði sig niður að honum. ,,Ég skiJ það ekki.” Hann gat ekki talað skýrar, og hún rétti úr sér og sagði við Towle lækni: ,,Mér heyrðist hann segja Tinkham- town. ’ ’ „Tinkhamtown?” endurtók Towle læknir og hristi höfuðið. ,,Ég hef aldrei heyrt hann nefna slíkan stað.” Hann brosti með sjálfum sér. Auðvitað hafði hann aldrei nefnt stað þennan á nafn við Towle lækni. Maður sagði ekki neinum frá akur- hænufylgsnum, jafnvel ekki nánum vini eins og Towle lækni. Nei, þeir Shad voru þeir einu, sem vissu um þennan góða stað. Þeir höfðu fundið hann í sameiningu þetta langa síðdegi, og þetta var sameiginlegt leyndarmál þeirra. Hann lokaði aug- unum aftur, svo að hann gæti séð staðinn vel. Þeir höfðu náð til lækjarins, og Shad hafði skokkað yfir hrörlegu trébrúna. Hann hafði fylgt Shad eftir, en hafði farið mjög varlega og gætt þess að stíga ekki á lausa planka. Hinum megin lækjarins lá vegurinn upp bratta brekku upp að rjóðri í skóginum. Og þar stansaði hann við húsarústir. Þetta var fyrsti bærinn af mörgum, sem sýndir höfðu verið á kortinu. Shad hafði haldið áfram með fram steinveggnum í útjaðri rjóðursins. Hann gat greint það af klukkna- hljómunum, sem bárust til hans. Og hann hafði labbað rólega á eftir honum og hugsað um fólkið, sem hafði yfirgefið þennan stað og leyft veggjunum að molna niður og húsunum að hrynja undan snjó- þunga vetrarins. Hafði fólk þetta nokkurn tíma komið aftur til Tink- hamtown? Var það kannski hérna núna og fylgdist óséð með honum? Hann rak tána í stóran, tilhöggvinn granítstein, sem lá þarna hálfhulinn af villirósum. Þetta hafði verð hluti af grunnstokk gamla fjossins. Eitt sinn hafði þetta verið þétt bygging, sem stóðst ásókn veðurs og vinda og veitti kúnum öruggt skjól. Honum fannst gott að hugsa á þann hátt um þessa byggingu. Á einhvern hátt fannst honum slíkt raunverulegra en þessar ferhyrndu steinrústir. Þannig hafði hann alltaf hugsað um fortíðina. Towle læknir var vanur að segja, að hið liðna kæmi aldrei aftur og best væri að ýta því til hliðar i hugskoti sínu, en hann hafði alltaf maldað i móinn og sagt við lækninn, að hann hefði rangt fyrir sér. Hann var vanur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.