Úrval - 01.06.1976, Síða 111
LEIÐIN TIL TINKHAMTOWN
109
fyrir ncðan, en hann gat ekki heyrt
það vegna radda, sem bárust að
eyrum hans. Hann vildi, að fólk
þetta hætti að tala, svo að hann gæti
heyrt muldrið í læknum. Það var
einhver að nefna nafn hans æ ofan 1
æ.
„Frank, Frank!’ Hann opnaði
augun gegn vilja sínum. Þetta var
systir hans. Hann reyndi að segja
henni, hvert hann væri að fara, en
þegar hann bærði varirnar, þá mynd-
uðust engin orð. ,,Hvað sagðirðu,
Frank?” spurði hún og beygði sig
niður að honum. ,,Ég skiJ það ekki.”
Hann gat ekki talað skýrar, og hún
rétti úr sér og sagði við Towle lækni:
,,Mér heyrðist hann segja Tinkham-
town. ’ ’
„Tinkhamtown?” endurtók
Towle læknir og hristi höfuðið. ,,Ég
hef aldrei heyrt hann nefna slíkan
stað.”
Hann brosti með sjálfum sér.
Auðvitað hafði hann aldrei nefnt stað
þennan á nafn við Towle lækni.
Maður sagði ekki neinum frá akur-
hænufylgsnum, jafnvel ekki nánum
vini eins og Towle lækni. Nei, þeir
Shad voru þeir einu, sem vissu um
þennan góða stað. Þeir höfðu fundið
hann í sameiningu þetta langa
síðdegi, og þetta var sameiginlegt
leyndarmál þeirra. Hann lokaði aug-
unum aftur, svo að hann gæti séð
staðinn vel.
Þeir höfðu náð til lækjarins, og
Shad hafði skokkað yfir hrörlegu
trébrúna. Hann hafði fylgt Shad
eftir, en hafði farið mjög varlega og
gætt þess að stíga ekki á lausa planka.
Hinum megin lækjarins lá vegurinn
upp bratta brekku upp að rjóðri í
skóginum. Og þar stansaði hann við
húsarústir. Þetta var fyrsti bærinn af
mörgum, sem sýndir höfðu verið á
kortinu.
Shad hafði haldið áfram með fram
steinveggnum í útjaðri rjóðursins.
Hann gat greint það af klukkna-
hljómunum, sem bárust til hans. Og
hann hafði labbað rólega á eftir
honum og hugsað um fólkið, sem
hafði yfirgefið þennan stað og leyft
veggjunum að molna niður og
húsunum að hrynja undan snjó-
þunga vetrarins. Hafði fólk þetta
nokkurn tíma komið aftur til Tink-
hamtown? Var það kannski hérna
núna og fylgdist óséð með honum?
Hann rak tána í stóran, tilhöggvinn
granítstein, sem lá þarna hálfhulinn
af villirósum. Þetta hafði verð hluti af
grunnstokk gamla fjossins. Eitt sinn
hafði þetta verið þétt bygging, sem
stóðst ásókn veðurs og vinda og veitti
kúnum öruggt skjól. Honum fannst
gott að hugsa á þann hátt um þessa
byggingu. Á einhvern hátt fannst
honum slíkt raunverulegra en þessar
ferhyrndu steinrústir. Þannig hafði
hann alltaf hugsað um fortíðina.
Towle læknir var vanur að segja, að
hið liðna kæmi aldrei aftur og best
væri að ýta því til hliðar i hugskoti
sínu, en hann hafði alltaf maldað i
móinn og sagt við lækninn, að hann
hefði rangt fyrir sér. Hann var vanur