Úrval - 01.06.1976, Side 112
110
URVAL
að segja við lækninn, að allt héldi
áfram að vera eins og það var.
Fortíðin breytist aldrei. Maður yfir-
gefur hana og heldur á fund
nútíðarinnar, en fortíðin er samt
enn lifandi og bíður þess, að maður
snúi aftur.
Hann hafði verið svo niðursokkinn
í hugsanir sínar, að hann hafði ekki
gert sér grein fyrir því, að það
heyrðist ekki lengur í hálsklukku
Shads. Hann flýtti sér yfir rjóðrið,
reiðubúinn að hleypa af rifflinum.
Eitt hornið við steinvegginn var
þakið eplum, sem fallið höfðu úr
gömlu tré, sem þar óx, og undir því
stóð Shad alveg hreyflngarlaus. Hvít
rófan á honum stóð svolítið upp, og
bak hans var alveg beint. Hann
sveigði hálsinn fram á við og hélt
annarri framlöppinni á lofti, reiðu-
búinn að slá henni í eitthvað. Hann
fann, að hálsinn á honum herptist
saman, en slíkt gerðist alltaf, þegar
Shad sýndi þess merki, að hann hefði
orðið var við fugla. Hann varð að
kyngja, og honum tókst það með
miklum erfiðismunum. „Rólegur, ég
er að koma,” sagði hann við Shad.
,,Ég held, að varir hans hafi hreyfst
svolítið rétt í þessu,” sagði rödd
systur hans. Hann velti því fyrir sér,
hvað hún væri að gera þarna. Hvers
vegna hafði hún komið aila leið frá
Kaliforníu til þess að hitta hann? Það
var í fyrsta skiptið sem þau höfðu
hist, síðan hún giftist. Hann hafði
frétt af henni öðru hverju, en efni
bréfana var alltaf það sama: Hvers
vegna seldi hann ekki gamla húsið?
Hvers vegna fengi hann sér ekki
heldur litla íbúð í bænum, þar sem
hann væri ekki aleinn? En honum
þótti vænt um stóra húsið, og hann
var ekki aleinn. Hann hafði Shad hjá
sér.
Hann hafði aldrei gifst. Fjölskylda
hans taldi aðeins tvo, hann og Shad.
Tengslin á milli þeirra voru svo náin,
að hann fann ekki til svo náinna
tengsla við nokkra manneskju, jafn-
vel ekki systur sína eða Towle lækni.
Þeir Shad töluðu saman án þess að
segja nokkuð. Hvor þeirra vissi, hvað
hinn var að hugsa, og þeir gátu alltaf
fundið hvorn annan úti í skógi.
Þeir höfðu ekki farið á veiðar aftur
eftirferðina til Tinkhamtown. Gamli
hundurinn hafði hrasað nokkmm
sinnum, þegar þeir héldu aftur til
jeppans. Og hann hafði neyðst til
þess að bera hann í fanginu síðustu
hundrað metrana. Það var erfitt að
gera sér grein fyrir því, að hann var
nú horfinn. Stundum þegar hann lá
vakandi á næturnar og gat ekki sofnað
vegna verkjanna r fótunum, heyrði
hann klórað í gólfið, og þá kveikti
hann Ijósið og sá þá, að það var
enginn þarna inni nema hann sjálfur.
En þegar hann slökkti ljósið að nýju,
heyrði hann klórið aftur. Það vakti
ánægjukennd hjá honum, og honum
tókst að sofna eða blunda að minnsta
kosti. Það var erfltt að segja til um
slíkt, því að dagar og nætur runnu
saman, án þess að hann yrði var við
rökkur eða dögun.