Úrval - 01.06.1976, Síða 112

Úrval - 01.06.1976, Síða 112
110 URVAL að segja við lækninn, að allt héldi áfram að vera eins og það var. Fortíðin breytist aldrei. Maður yfir- gefur hana og heldur á fund nútíðarinnar, en fortíðin er samt enn lifandi og bíður þess, að maður snúi aftur. Hann hafði verið svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að hann hafði ekki gert sér grein fyrir því, að það heyrðist ekki lengur í hálsklukku Shads. Hann flýtti sér yfir rjóðrið, reiðubúinn að hleypa af rifflinum. Eitt hornið við steinvegginn var þakið eplum, sem fallið höfðu úr gömlu tré, sem þar óx, og undir því stóð Shad alveg hreyflngarlaus. Hvít rófan á honum stóð svolítið upp, og bak hans var alveg beint. Hann sveigði hálsinn fram á við og hélt annarri framlöppinni á lofti, reiðu- búinn að slá henni í eitthvað. Hann fann, að hálsinn á honum herptist saman, en slíkt gerðist alltaf, þegar Shad sýndi þess merki, að hann hefði orðið var við fugla. Hann varð að kyngja, og honum tókst það með miklum erfiðismunum. „Rólegur, ég er að koma,” sagði hann við Shad. ,,Ég held, að varir hans hafi hreyfst svolítið rétt í þessu,” sagði rödd systur hans. Hann velti því fyrir sér, hvað hún væri að gera þarna. Hvers vegna hafði hún komið aila leið frá Kaliforníu til þess að hitta hann? Það var í fyrsta skiptið sem þau höfðu hist, síðan hún giftist. Hann hafði frétt af henni öðru hverju, en efni bréfana var alltaf það sama: Hvers vegna seldi hann ekki gamla húsið? Hvers vegna fengi hann sér ekki heldur litla íbúð í bænum, þar sem hann væri ekki aleinn? En honum þótti vænt um stóra húsið, og hann var ekki aleinn. Hann hafði Shad hjá sér. Hann hafði aldrei gifst. Fjölskylda hans taldi aðeins tvo, hann og Shad. Tengslin á milli þeirra voru svo náin, að hann fann ekki til svo náinna tengsla við nokkra manneskju, jafn- vel ekki systur sína eða Towle lækni. Þeir Shad töluðu saman án þess að segja nokkuð. Hvor þeirra vissi, hvað hinn var að hugsa, og þeir gátu alltaf fundið hvorn annan úti í skógi. Þeir höfðu ekki farið á veiðar aftur eftirferðina til Tinkhamtown. Gamli hundurinn hafði hrasað nokkmm sinnum, þegar þeir héldu aftur til jeppans. Og hann hafði neyðst til þess að bera hann í fanginu síðustu hundrað metrana. Það var erfitt að gera sér grein fyrir því, að hann var nú horfinn. Stundum þegar hann lá vakandi á næturnar og gat ekki sofnað vegna verkjanna r fótunum, heyrði hann klórað í gólfið, og þá kveikti hann Ijósið og sá þá, að það var enginn þarna inni nema hann sjálfur. En þegar hann slökkti ljósið að nýju, heyrði hann klórið aftur. Það vakti ánægjukennd hjá honum, og honum tókst að sofna eða blunda að minnsta kosti. Það var erfltt að segja til um slíkt, því að dagar og nætur runnu saman, án þess að hann yrði var við rökkur eða dögun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.