Úrval - 01.06.1976, Side 113

Úrval - 01.06.1976, Side 113
LEIDIN TIL TINKHAMTOWN 111 Einu sinni spurði hann Towle lækni að því, hvort hann mætti vænta þess að fá bata aftur. Læknir- inn var þá að gefa honum kvalastill- andi sprautu. Hann hikaði sem snöggvast við, lauk síðan við að sprauta hann, hreinsaði nálina, leit svo á hann og svaraði: ,,Ég er hræddur um ekki, Frank.” Þeir höfðu alist upp í bænum saman, og Towle læknir þekkti hann það vel, að hann vissi, að það var þýðingarlaust að reyna að ljúga að honum. ,,Ég er hræddur um, að það sé ekkert við þessu að gera. ’ ’ Nei, ekkert annað en að liggja þarna og bíða þess, að þessu lyki. „Segðu mér, læknir,” hvíslaði hann, því að rödd hans var orðin mjög máttvana. ,,Segðu mér, hvað gerist, þegar því er lokið?” Og læknirinn fitlaði við læsinguna á svörtu læknistöskunni sinni, lokaði henni síðan og sagði, að álítið væri, að maður færi þá á einhvern stað, sem gengi undir nafninu ,,himnesk- ur bústaður”. ,,Nei, maður fer ekki til einhvers annars staðar,” svaraði hann. ,,Maður fer til einhvers staðar, sem maður hefur verið á og vill heimsækja aftur.” Læknirinn skildi þetta ekki, og hann gat ekki útskýrt þetta betur fyrir honum. Hann vissi sjálfur, hvað hann átti við, en nú var sprautan íarin að hafa sín áhrif, og hann var orðinn mjög þreyttur Hann var líka þreyttur núna, og hann verkjaði dálítiðí fæturna, þegar hann lagði at stað mður hæðina til þess að re>na að tinna lækmn. Það var of dimmt undir trjánum til þess, að hann gæti séð uppdráttinn, sem hann hafði rissað í umslagið. Og hann gat ekki sagt til um áttir með því að hafa mosann á norðurhlið trjánna að leiðarljósi. Mosinn óx allt í kringum trén og jók breidd þeirra svo, að þau urðu þunglamaleg og luraleg. Risastór tré lágu sums staðar þvert yfir stíginn. Upprifnar rætur þeirra voru svartar og svo kræklóttar, að þær virtust vanskapaðar. í stað ólgandi eftirvæntingar fann hann nú til ofsahræðslu. Hann óð út í brenninetlustóð og fann til sárra kvala í fótunum, þegar hvassir broddarnir stungust í hann, en hann hafði ekki þrek til þess að brjótast í gegnum stóðið, og því varð hann að fara út fyrir stíginn og í stóran boga fram hjá brenninetlunum. Hann vissi ekki, hvert hann var að fara. Það var að verða framorðið og hann hafði villst. Það heyrðist ekkert hljóð í skógin- um, ekkert, sem gæti vísað honum til vegar, nema marrið í stólnum, sem systir hans sat á, og grátstunur hennar. Hún vildi, að hann sneri við, og læknirinn vildi það líka. Þau vildu öll, að hann sneri við. Honum varð hugsað til stóra hússins. Yfirgæfi hann það, mundu snjódyngjur vetr- arins sliga það, og tré mundu skjóta rórum í kjallaraholunni. Og svo voru það allar hinar efasemdirnar. En verstur var samt óttinn. Hann var hræddur við myrkrið og einveruna og að vita ekki. hvert hann var að fara. Það væri því betra að snúa við og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.