Úrval - 01.06.1976, Síða 119
117
A SLOÐ SNJOMANNSINS HRÆÐILEGA
Nærmynd af sþori, sem fannst í
desember 1912 í 12 þúsundfeta hæð.
eld og gengum til náða, rétt eftir að
myrkur skall á. Það var alveg logn.
Skömmu fyrir dögun skreiddist dr.
Emery út úr tjaldinu og tök svo til að
hrópa og kalla í mikilli æsingu.
Meðan við sváfum, hafði einhver
skepna gengið á milli tjaldanna
okkar. Hinir innlendu aðstoðarmenn
okkar þekktu sporin. Þeir voru alveg
hárvissir um, að þetta væm spor eftir
,,yeti”.
Við tókum þegar mjög ýtarlegar
myndir af sporunum, áður en solar-
geislunum tækist að bræða þau. Og
síðar um daginn tókum við einnig
gifsafstcypur af þeim. Við rannsök-
uðum þau mjög ýtarlega og vorum
vel á vcrði, ef ske kynni að hér væri
aðeins um að ræða prakkaraskap
aðstoðarmannanna. Það lá kristallað-
ur snjór ofan á harðfenninu, líkt og
gert hafði í leiðangrinum, þegar
Shipton fann sporin árið 1951, en
slíkt var mjög ákjósanlegt, svo að
sporin kæmu skýrt fram í öllum
smáatriðum. Þau voru 22,8 sm á
lengd og 12,1 sm á breidd. Bilið á
milli sporanna var furðulega lítið, oft
minna en eitt fet. Og það virtist sem
skepnan hefði gengið hægt og
varlega. Okkur fannst sérstaklega
athyglisvert, hversu spor þessi llktust
mjög sporunum, sem Shipron hafði
fundið.
Af stefnu tánna dró ég þá ályktun,
að skepnan hefði komið upp norður-
brekkuna. Eg rannsakaði þessi spor,
en fylgdi svo slóðinni niður brekk-
una. Snjórinn var mjög djúpur og þar
lágu sporin mjög djúpt, voru eins
konar holur og voru smáatriði þeirra
því mjög ógreinileg. Eg gekk nokkur
hundruð metra niðureftir brekkunni,
en djúpur snjórinn gerði það að verk-
um, að ég komst ekki lengra, og ég
neyddist því til að snúa aftur upp á
fjallsbrúnina. Skepnan hlýturað hafa
verið óvenjulega sterk til þcss að
komast upp bratta brekkuna við
þessar aðstæður. Enginn maður hefði
getað komist alla þessa leið á einni
nóttu við þessar aðstæður, en ég gat
greint slóðina langt niður eftir af
fjallsbrúninni, sem ég stóð á.
Frá tjaldbúðunum héldu sporin
svo áfram yfir að suðurbrekkunni og
upp í hana, en þar höfðu sólargeisl-