Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
aðir frá nærliggjandi borgum og
landhelgisgæslan sendi tvo sjóbíla og
tvær þyrlur. Svo vel tókust þessar
þjörgunaraðgerðir, að aðeins ein
kona fórst, hún fékk hjartaslag er
hún kom á sjúkrahúsið. En það
kaldhæðnislega við þetta var, að þessi
stjávarstraumur hefði ekki valdið
neinni teljandi hættu þeim, sem
kunni — og kunni í alvöru — að
synda í sjó.
En það kunna því miður fáir. Talið
er, að 107 milljónir bandaríkjamanna
syndi sér til skemmtunar, en slysa-
varnaráðið telur að innan við 12%
þeirra séu almennilega syndir. Og
góðir sjósundsmenn eru ekki nema
örlítið brot af þessum 12 prósentum.
Það má telja nokkuð víst, að yfir 20
manns muni drukkna á dag (miðað
við sumarið 1975 — þýð.) við
bandarískar strendur í sumar. Flest
þau slys eiga rætur að rekja til
kunnáttuleysis og of mikils sjálfs-
trausts.
Hið nauðsynlegasta í sambandi við
sund við strendur er að skilja eðli
sjávarins. Sjórinn er aldrei kyrr. Það
skiptir engu máli, hve mjög hafið
minnir á lygna tjörn, það er vissara að
vara sig: Undir þessum slétta fleti er
stöðug hreyfing.
Vindar geta til dæmis velt öldun-
um að landi þannig að þær beri ekki
rétt á fjöruna — það gera þær
raunverulega mjög sjaldan. Við þetta
myndast straumur, sem kalia má rek,
sem rennur hliðhalt með ströndinni.
Þetta gerir ekkert til, nema rekið sé
því meira. Sundmaðurinn ætti að
setja á sig einhvern fastan hlut á
ströndinni og gera sér grein fyrir, hve
hratt hann rekur frá honum. Því
hraðar, sem hann rekur, þeim mun
styttra ætti hann að fara frá strönd-
inni. Reyndu aldrei að synda á móti
rekinu, heldur skaltu synda þvert á
það til lands og ganga til baka.
Þetta atriði, að synda aldrei á móti
sjávarstraumi, er mjög mikilvægt.
Hafir þú ánægju af sjónum, skaltu
temja þér að synda með honum,
aldrei að berjast við hann.
Flestir telja, að atburðurinn sem
minnst var á 1 upphafi hafi orðið af
„bakrennsli.” Einhvers staðar undan
landi hefur sandrif hlaðist upp.
Milljónir tonna af sjó hafa flætt yfir
rifið í átt til Iands. Þetta endar með
því, að sjávarborðið innan rifs verður
örlítið hærra en það fyrir utan, og þá
er það einfalt eðlisfræðilögmál, að
hærra vatnið flýtur út á það lægra.
Einhvers staðar lætur rifið undan um
síðir, og sjórinn sogast út, hrífur
fólkið með sér og það berst á móti, og
sóar þannig kröftum sínum.
,,Bakrennsli” af þessu tagi eru
býsna algeng, og frá landi má sjá
þegar von er á þeim. Sjórinn verður
greinilega öðru vísi á 15—50 metra
breiðum kafla einhvers staðar undan
ströndinni. Þarna geta risið óreglu-
legar snöggar öldur, sjórinn getur
virst óeðlilega sandblandaður eða
óhreinn og dökkur. Froða og reka-
drasl flýtur frá landi. — Rétt er að
taka það fram, að kraftur bakrennslis