Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 124

Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 124
122 ÚRVAL aðir frá nærliggjandi borgum og landhelgisgæslan sendi tvo sjóbíla og tvær þyrlur. Svo vel tókust þessar þjörgunaraðgerðir, að aðeins ein kona fórst, hún fékk hjartaslag er hún kom á sjúkrahúsið. En það kaldhæðnislega við þetta var, að þessi stjávarstraumur hefði ekki valdið neinni teljandi hættu þeim, sem kunni — og kunni í alvöru — að synda í sjó. En það kunna því miður fáir. Talið er, að 107 milljónir bandaríkjamanna syndi sér til skemmtunar, en slysa- varnaráðið telur að innan við 12% þeirra séu almennilega syndir. Og góðir sjósundsmenn eru ekki nema örlítið brot af þessum 12 prósentum. Það má telja nokkuð víst, að yfir 20 manns muni drukkna á dag (miðað við sumarið 1975 — þýð.) við bandarískar strendur í sumar. Flest þau slys eiga rætur að rekja til kunnáttuleysis og of mikils sjálfs- trausts. Hið nauðsynlegasta í sambandi við sund við strendur er að skilja eðli sjávarins. Sjórinn er aldrei kyrr. Það skiptir engu máli, hve mjög hafið minnir á lygna tjörn, það er vissara að vara sig: Undir þessum slétta fleti er stöðug hreyfing. Vindar geta til dæmis velt öldun- um að landi þannig að þær beri ekki rétt á fjöruna — það gera þær raunverulega mjög sjaldan. Við þetta myndast straumur, sem kalia má rek, sem rennur hliðhalt með ströndinni. Þetta gerir ekkert til, nema rekið sé því meira. Sundmaðurinn ætti að setja á sig einhvern fastan hlut á ströndinni og gera sér grein fyrir, hve hratt hann rekur frá honum. Því hraðar, sem hann rekur, þeim mun styttra ætti hann að fara frá strönd- inni. Reyndu aldrei að synda á móti rekinu, heldur skaltu synda þvert á það til lands og ganga til baka. Þetta atriði, að synda aldrei á móti sjávarstraumi, er mjög mikilvægt. Hafir þú ánægju af sjónum, skaltu temja þér að synda með honum, aldrei að berjast við hann. Flestir telja, að atburðurinn sem minnst var á 1 upphafi hafi orðið af „bakrennsli.” Einhvers staðar undan landi hefur sandrif hlaðist upp. Milljónir tonna af sjó hafa flætt yfir rifið í átt til Iands. Þetta endar með því, að sjávarborðið innan rifs verður örlítið hærra en það fyrir utan, og þá er það einfalt eðlisfræðilögmál, að hærra vatnið flýtur út á það lægra. Einhvers staðar lætur rifið undan um síðir, og sjórinn sogast út, hrífur fólkið með sér og það berst á móti, og sóar þannig kröftum sínum. ,,Bakrennsli” af þessu tagi eru býsna algeng, og frá landi má sjá þegar von er á þeim. Sjórinn verður greinilega öðru vísi á 15—50 metra breiðum kafla einhvers staðar undan ströndinni. Þarna geta risið óreglu- legar snöggar öldur, sjórinn getur virst óeðlilega sandblandaður eða óhreinn og dökkur. Froða og reka- drasl flýtur frá landi. — Rétt er að taka það fram, að kraftur bakrennslis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.