Goðasteinn - 01.09.1968, Side 9

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 9
Hér fer Grýla í garð ofan, og hefir á sér hala fimmtán. Þá hrigdi til messu, er þeir komu á bæinn. Sæmundur úr Odda var þar kominn og sátu þeir á hestum sínum, og hafði tvö hundr- uð manna. Hann gerði menn heim til kirkjugarðsins og sagði svo, að þeir menn allir skyldu grið hafa, er þangað vildi ganga í flokk hans, hvort er þeir vildu til þess taka fyrr eða síðar. Loftur spurði áður en þeir veittu aðgöngu, hvort þar væru nokkrir vin- ir eða tengdamenn Orms Svínfellings eða Snorra Sturlusonar, sagðist þéim öllum vilja grið gefa. Þá svaraði Árni óreiða: Hér kenni ég mitt mark á þessu, en þó mun ég ei við Björn skilj- ast að sinni. Björn mælti, kvað enn eigi víst hvorir fyrir grið- um ættu að ráða þann dag. Slær nú í bardaga og gengur nú allhörð hríð af hvorumtveggja og voru hinir áköfustu lengi. Loftur gekk austan að þeim en Guð- laugur vestan, og var þar Björn fyrir. Hann var í pansara digr- um og barðist alldjarflega. Þeir höfðu borið að sér grjót og báru það út á þá. Loftur bað sína menn eigi kasta aftur og bíða þess að grjótið þyrri þeim. Maður lézt af Lofti snemma fundarins. Björn varð mjög móður af vörninni og mælti við Árna óreiðu, að hann skyldi verja beggja þeirra rúm drengilega, meðan hann gengi upp að kirkjunni og hvíldi sig. Allir léttu þeir heldur á Árna um vörnina, en Steingrímur mest. Björn spretti frá sér pansaranum er honum var orðið heitt. En er hann kom aftur, sáu þeir Guðlaugur að hann var ber um hálsinn. Hljóp Guðlaug- ur fram og lagði til Bjarnar með spjóti því, er þeir kölluðu Grá- síðu og sögðu átt hafa Gísla Súrsson. Lagið kom í óstinn og sner- ist Björn upp að kirkjunni og settist niður. Guðlaugur gekk til Lofts og sagði honum að Björn var sár orðinn. Loftur spyr hver því olli. Við Grásíða, svarar hann. Hve mjög mun hann sár sagði Loftur. Guðlaugur sýndi honum spjótið, og þóttust þeir þá vita að það var banasár. Var þá Loftur spurður, hvort þeir skyldu sækja að lengur. Loftur svarar þá: „Enn er eftir Stein- grímslota.“ „Var þá veitt allhörð aðsókn. En Steingrímur varðist drengilega og féll þar. Eftir það hljópu margir menn úr kirkju- Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.