Goðasteinn - 01.09.1968, Side 12

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 12
Breiðabólsstað og þá einnig fljótlega prófastur í Rangárþingt. Páll Eggert Ólason segir, að er Ögmundur fékk Breiðabólsstað, þá var sá staður eitt hið bezta prestakall á landinu og jókst svo áð auði á prestskaparárum Ögmundar, að hann varð langbezt prestakall á landinu og hélzt svo lengi síðan. Talið er að Breiða- bólsstaður hafi á þeim tíma legið undir erkibiskup í Niðarósi til veitingar. I frásagnir eru færðir tveir allsérstæðir atburðir, sem gerðust meðan Ögmundur var prestur á Breiðabólsstað og varða hann og einkenna nokkuð: Vorið 1508 var hart í ári og harðindi til matar með alþýðu eystra. Hafði þá verið spennt upp fuglanet á Breiðabólsstað og stóð það í stilli um páskana. En á páskadiig var Ögmundi sagt að fugl væri kominn í látrið, en hann bann- aði að slá fuglinn, með því að þessi dagur væri dagur lífgunar en ekki dauða. En þá bar svo við að kýr sleit sig upp í fjósinu, hljóp út og æddi um grundirnar fram og aftur. Kom hún þá við nettogið, svo að netstöngin skrapp upp, en netið slóst yfir fuglinn. Fengust þar að tölu 3 hundruð (þ. e. 360) fugla. Var fuglinn síðan tekinn að boði Ögmundar, borinn heim í stofu og geymdur þar fram yfir miðdegi á mánudaginn næstan eftir, en síðan sleginn og honum skipt upp milli manna. Er sagt að Ög- mundur hafi talið þennan atburð jarteikn gerða af Guði, svo að Guð hefði nú bjargað mönnum til líkamlegrar fæðu á sama degi, sem hann hefði bjargað sálum manna og leyst þær frá kvölum. En síðan er það orðtak haft eftir Ögmundi: „Þá skal grípa gæs, er hún gefst.“ Hafði allur þessi fugl verið gæsir og hefur munað um minna í harðindum, en svo mikið af stórfugli. En þessi saga þykir sýna vel síðavendni og trúrækni sr. Ögmundar. Hinn atburðurinn er talinn hafa orðið árið 1509 eða 10 og hefði vel mátt draga nokkurn dilk á eftir sér. Svo er frá sagt, að umboðsmaðurinn á Bessastöðum, hvort sem verið hefur hirð- stjórinn sjálfur eða einhver umboðsmaður hans, hafi riðið frá Bessastöðum austur um sveitir við sjöunda mann. Urðu þá á vegi förunauta hans heimamenn Ögmundar og var það í grennd við Breiðabólsstað. Ekki kunna menn frá að segja, hvað til hafi borið þeirra á milii, en Bessastaðamenn gerðu til Staðarmanna, slógu þá og hröktu heim að bænum og inn um karldyrnar á 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.