Goðasteinn - 01.09.1968, Page 16

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 16
störfum sínum í Skaftafellssýslum. Er enn til Prestsverkabók hans frá þeim tíma, elzti vísir íslenzkrar prestsþjónustubókar, og ber hún þess ljóst vitni, hve skyldurækinn og áhugasamur hann hefur verið í allri embættisfærslu sinni. Prestsskapur hans á Breiðabólsstað hófst þó með ófriði og á- rekstrum, og virðist hann þar sjáifur hafa átt mikla sök á, þótt prófasturinn í Rangárþingi, sem verið hafði meðal umsækjenda um Breiðabólsstað, svo og sýslumaðurinn, hafi þar róið undir með andstæðingum sr. Högna. Er og jafnvel látið að því liggja, að sóknarmönnum hafi þótt sér hneisa gerð með þeirri ráðstöf- un veitingavaldsins að „skikka“ yfir þá ósigldan prest. Fyrsta árið, sem sr. Högni var á Breiðabólsstað hafði hann sagt upp ábúð einsetumanni á hjáleigu þar neðan við túnið og vildi með því færa út tún staðarins. En í fardögum vorið eftir neitaði á- búandinn að fara, þar sem uppsögnin hefði ekki verið skrifleg, svo sem vera ætti að lögum. Grunaði sr. Högni þá prófast og sýslumann um að hafa hvatt til þessa mótþróa við sig og vildi ekki gefa eftir. Fór hann með húskarla sína og syni sína þrjá og rauf hús á Hryggvelli, en svo hét hjáleigan. Urðu af þessu málaferli mikil og var sr. Högni án tafar dæmdur frá kjóli og kalli á héraðsprestastefnu undir forsæti prófasts og synir hans þrír skyldu missa rétt sinn til prestsskapar. Sr. Högni áfrýjaði til alþingisprestastefnu, sem haldin var þrem vikum síðar, og þar voru ákvæði prófastsréttardómsins um afsetningu sr. Högna og réttindamissi sona hans ónýtt. Hins vegar var honum gert að greiða sektir og skyldi auk þess biðja söfnuðinn opinberlega fyrir- gefningar á ávirðing sinni (þ. e. húsrofinu). Af þessu öllu varð mikið ósamlyndi með sr. Högna og mörg- um sóknarmönnum hans, sem þó jafnaðist á skömmum tíma, svo að fullar sættir komust á. Má jafnvel segja, að honum hafi, eftir það sem á undan var gengið, tekizt furðufljótt að ná fullri hylli og virðing sóknarbarna sinna, enda jók það honum álit, hve mikill búsýslumaður hann reyndist og mikil stoð sveitarfélagi sínu. Auk þess hafði hann sér við hlið þá konu, sem mörgum reyndist bjargvættur vegna lækningagáfu sinnar. Hún hét Guð- ríður Pálsdóttir frá Skógum, Ámundasonar og bjuggu þau sr. 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.