Goðasteinn - 01.09.1968, Side 19

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 19
Breiðabólsstaður í Fljótsblið. hann liprar gáfur, fékk gott orð og var búmaður í betra lagi, segir dr. Páll Eggert Ólason um hann. Hann bætti staðinn mjög að húsakosti og cndurbyggði kirkjuna að innan og vandaði mjög til þess verks. Næstur situr Breiðabólsstað sr. Skúli Gíslason, er áður hafði verið prestur að Stóra-Núpi í þrjú ár. Fékk hann brauðið 1859 og hélt til æviloka, 1888. Á prestsskaparárum hans eða árið 1879, voru Fljótshlíðarþing sameinuð Breiðabólsstað. Voru það Tcigs- og Eyvindarmúlasóknir, sem scinna voru sam- einaðar í eina sókn og kirkja byggð að Hlíðarenda. Sr. Skúli var prófastur frá 1880 til æviloka. Hann var og amtráðsmaður frá 1878-88. Hann var ræðumaður góður og hagmæltur og hinn mesti skörungur að allri gerð. Hann var fræðimaður mikill og þjóð- sagnaritari einn hinn afkastamesti. Þá tekur við staðnum 1889 sr. Eggert Pálsson og hélt til ævi- loka 1926, og eftir hann sr. Sveinbjörn Högnason frá 1927-63. Báðir voru þeir afkomendur sr. Högna prestaföður, og hafa nú alls fimm afkomcndur hans setið Breiðabólsstað eftir hann. Báðir Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.