Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 20

Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 20
voru þeir og lengi prófastar Rangæinga og einnig alþingismenn lengst af prestsskapar síns á Breiðabólsstað. Þeir voru báðir bú- sýslumenn góðir og bættu mjög staðinn að ræktun og húsakosti. Var kirkja sú, sem nú stendur, byggð í prestsskapartíð sr. Egg- erts árið 1912, en öll önnur hús, er nú eru á staðnum voru byggð á prestsskaparárum sr. Sveinbjarnar. Þeir voru og báðir mjög vinsælir og velmetnir af söfnuðum sínum og stóðu framarlega í röðum stéttarbræðra sinna með mörgu móti. Allir þessir menn, sem hér hafa verið taldir, hafa átt sinn hlut að því að skapa sögu Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð, og hafa hver fram af öðrum lagt sinn skerf til viðgangs staðarins og virðingar sem eins af höfuðprestssetrum landsins. Auk þess, sem þegar hef- ur verið sagt um veg staðarins, skal því að lokum við bætt, að árið 1737 er Breiðabólsstaður, að tekjumati, langhæsta prestakall landsins, en næst honum komu Grenjaðarstaðir, Oddi og Staða- staður. 1853 er Breiðabólsstaður næst-tekjuhæsta brauð landsins á eftir Reykjavík, en þá höfðu einmitt tvær jarðir Breiðabólsstaðar verið lagðar til dómkirkjubrauðsins í Reykjavík með konungs- boði. Næst á eftir Breiðabólsstað koma þá Hof í Vopnafirði, Oddi og Hítardalur. 1 skýrslu um eignir og ástand staðarins það ár eru taldar hjáleigur staðarins fjórar: Bjargarkot, Árnagerði, Háakot og Aurasel, en hafa áður fyrr verið fleiri (Hryggvöllur, Sverriskot, Litla-Árnagerði og Grænaborg). Einnig á staðurinn þá útibú í Dagverðarnesi á Rangárvöllum og 21 jörð víðsvegar um nálægar sveitir. Bjargarkot og Árnagerði eru enn í byggð, en að nokkru á landi Háakots og Aurasels hafa verið byggðar jarð- irnar Ásvöllur og Staðarbakki. Auk þess hefur nýbýlið Lambey risið í landi staðarins. Næsti bær vestan við Breiðabólsstað er hin gamla prestsekknajörð staðarins, Flókastaðir. Þó að sá háttur hafi hér verið á hafður, að geta að nokkru margra þeirra presta, sem Breiðabólsstað hafa setið, er mér full- ljóst, að saga staðarins verður ekki öll sögð með þeirri aðferð. Margs hefði einnig mátt geta um húsfreyjur staðarins og heima- fólk annað, sem hcimildir greina frá og sögur fara af, og um margþætt störf þess og daglegar annir, sem borið hafa uppi líf og sögu staðarins á öllum tímum. En rúmið sníður þætti þess- 18 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.