Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 20
voru þeir og lengi prófastar Rangæinga og einnig alþingismenn
lengst af prestsskapar síns á Breiðabólsstað. Þeir voru báðir bú-
sýslumenn góðir og bættu mjög staðinn að ræktun og húsakosti.
Var kirkja sú, sem nú stendur, byggð í prestsskapartíð sr. Egg-
erts árið 1912, en öll önnur hús, er nú eru á staðnum voru byggð
á prestsskaparárum sr. Sveinbjarnar. Þeir voru og báðir mjög
vinsælir og velmetnir af söfnuðum sínum og stóðu framarlega í
röðum stéttarbræðra sinna með mörgu móti.
Allir þessir menn, sem hér hafa verið taldir, hafa átt sinn hlut
að því að skapa sögu Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð, og hafa hver
fram af öðrum lagt sinn skerf til viðgangs staðarins og virðingar
sem eins af höfuðprestssetrum landsins. Auk þess, sem þegar hef-
ur verið sagt um veg staðarins, skal því að lokum við bætt, að
árið 1737 er Breiðabólsstaður, að tekjumati, langhæsta prestakall
landsins, en næst honum komu Grenjaðarstaðir, Oddi og Staða-
staður. 1853 er Breiðabólsstaður næst-tekjuhæsta brauð landsins á
eftir Reykjavík, en þá höfðu einmitt tvær jarðir Breiðabólsstaðar
verið lagðar til dómkirkjubrauðsins í Reykjavík með konungs-
boði. Næst á eftir Breiðabólsstað koma þá Hof í Vopnafirði,
Oddi og Hítardalur. 1 skýrslu um eignir og ástand staðarins það
ár eru taldar hjáleigur staðarins fjórar: Bjargarkot, Árnagerði,
Háakot og Aurasel, en hafa áður fyrr verið fleiri (Hryggvöllur,
Sverriskot, Litla-Árnagerði og Grænaborg). Einnig á staðurinn
þá útibú í Dagverðarnesi á Rangárvöllum og 21 jörð víðsvegar
um nálægar sveitir. Bjargarkot og Árnagerði eru enn í byggð, en
að nokkru á landi Háakots og Aurasels hafa verið byggðar jarð-
irnar Ásvöllur og Staðarbakki. Auk þess hefur nýbýlið Lambey
risið í landi staðarins. Næsti bær vestan við Breiðabólsstað er
hin gamla prestsekknajörð staðarins, Flókastaðir.
Þó að sá háttur hafi hér verið á hafður, að geta að nokkru
margra þeirra presta, sem Breiðabólsstað hafa setið, er mér full-
ljóst, að saga staðarins verður ekki öll sögð með þeirri aðferð.
Margs hefði einnig mátt geta um húsfreyjur staðarins og heima-
fólk annað, sem hcimildir greina frá og sögur fara af, og um
margþætt störf þess og daglegar annir, sem borið hafa uppi líf
og sögu staðarins á öllum tímum. En rúmið sníður þætti þess-
18
Goðasteinn