Goðasteinn - 01.09.1968, Page 22

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 22
Halla Loftsdóttir: Lóuíjöður Ein lítil fjöður, milii stráa stungin, ég staldra við og hlusta, er ein ég geng. Það er sem heyri ég óm úr lagi sunginn, sem andi blær á fjaðrahörpustreng. Ég táknið skil, þú loftsins ljúfi gestur, mín lóan blíða, senn, er kveður nú, af öllum fleygum vorsins vinum beztur, mér vinarkveðju slíkri fórnar þú. Ein lítil fjöður, hver að slíku hyggur? Nú hugsar enginn framar neitt um það, að hans við götu lóufjöður liggur, er losnað hefur nálægt hjartastað. En mér hún færir endurvakið yndi frá æskutíð, sem nú er liðin hjá, svo nægjusamt og létt var barnsins lyndi, að lítil fjöður unað veitti þá. 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.