Goðasteinn - 01.09.1968, Page 42

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 42
Um vatnið allt eins, en svo var þó ekki. Straumbárurnar á vatn- inu líta öðruvísi út í djúpum ál en grunnum. Stærð þcirra fer eftir botnlaginu. En í sandvötnum verður botninn því ósléttari, sem vatnsdýpið er meira. Þetta sést bezt á þeim mikla mun, sem er á brotinu og forinni, en for kalla Skaftfellingar mesta dýpið í álnum. Brotin liggja ávallt skáhallt yfir álinn. Forin byrjar við neðri brún brotsins, þeim megin, sem það nær lengra upp í ál- inn og heldur svo áfram að breikka, unz hún nær yfir hann allan. Neðsta brún brotsins var kölluð forarbrot. Neðan undir því tók við lygna, sem var bæði djúp, óslétt í botninn og veltandi blaut. Forirnar eru auðþekktar á því, að manni sýndist koma upp úr straumnum bunguvaxnir, sléttir blettir, mismunandi stórir, eftir því hvað forin er djúp. Þetta eru raunar hringiður, sem upp- streymi grunnvatns vafalaust veldur. En í botni álsins hefur mynd- ozt hringlaga hola eða skál, sem getur orðið allt að 25-30 cm djúp. Sé þarna um að ræða hringiður á djúpu vatni, flytja þær með sér svo mikinn sand, að yfirborð þeirra sýnist grásvart á lit. Þessi einkenni, scm hér hefur verið lítillega rætt um, ásamt- hljóðinu, vatnaniðnum í álnum, var það, sem vatnamaðurinn eink- um studdist við, svo tókst að ákveða dýpið í álnum með þeirri miklu nákvæmni, að ekki skakkaði mcira en 5-8 cm. Nú er svo komið, að íþrótt vatnamanna heyrir fortíðinni til. Þeirra er ckki þörf. Bættar samgöngur hafa leyst þá af hólmi, en undur Kúðafljóts munu standa óbreytt um aldir, enda þótt engir reyni lengur að lesa rúnir þess. 40 Goðasteirm

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.