Goðasteinn - 01.09.1968, Page 46

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 46
jón R. Hjálmarssont Á þjóðlegum grunni Við Islendingar erum hamingjusöm þjóð og höfum vissulega ástæðu til að vera það. Við eigum senn að baki ellefu alda sam- fcllda sögu í landinu, við höfum hlotið ómetanleg menningarverð- mæti í arf frá gengnum kynslóðum, við höfum háð langvinna bar- áttu fyrir frelsi og fullveldi og farið með sigur af hóimi, og við höfum á síðustu mannsöldrum hafizt úr sárri fátækt og umkomu- leysi til bjargálna og mannsæmandi lífs. Með dugnaði og þraut- seigju höfum við lyft fjölmörgum Grettistökum, ræktað landið, byggt yfir fólkið, brúað fljótin, lagt vegi, stofnað skóla, reist orku- ver og hafizt handa um margvíslegan atvinnurekstur og fram- kvæmdir. Og síðast en ekki sízt, þá eigum við stórt land og fagurt og auðugt af fjölbreytilegum gæðum, sé rétt og skynsamlega á haldið. Allt þetta eigum við og miklu meira. Við eigum landið, tung- una, þjóðmenninguna, bókmenntirnar og þau náttúrugæði og at- vinnugrundvöll, sem nauðsynlegur er afkomuöryggi okkar. En er- um við samt allskostar hamingjusöm þjóð? Það er vandi að svara slíkri spurningu, svo að vel sé. Ef litið er á yfirborðið eitt, sýnist svarið geta orðið bæði já og nei. Of víða sjáum við hin neikvæðu eyðingaröfl að verki í þjóðlífinu til þess að geta játað spurning- unni með góðri samvizku. Við heyrum um skemmdarfýsn og ljóta umgengni. Við heyrum um virðingarleysi fyrir lögum og rétti og vaxandi glæpahneigð. Við heyrum um tilgangslaust og sjúklegt skemmtanalíf, drykkjuskap og hvers kyns óreiðu. Og við sjáum 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.