Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 58
Draugur á Brúnatanga
Það mun hafa verið um aldamótin 1900, að Þorleifur Þorleifs-
son frá Tjörnum undir Eyjafjöllum bjó að Fornusöndum í sömu
sveit. Kona hans var Ástríður Eiríksdóttir frá Grímsstöðum í Land-
eyjum. Hcyrt hef ég getið um tvö börn þeirra, Kristínu konu Sveins
Jónssonar á Landamótum í Vestmannaeyjum og Guðmund tré-
smið á Súgandafirði og víðar. Þorleifur var jafnan hlýr og aðlað-
andi í viðræðum og dagfari, vaskleikamaður og brá sér ekki við,
þó eitthvað óvanalegt bæri fyrir sjónir. Hann hafði sérkennilegt
sláttulag. Þegar hann sló slétt tún eða harðvelli, sló hann heldur
seint og svo stór högg bæði að breidd og lengd, að teigur hans var
jafnan stærri en þeirra, sem óðar báru orfið.
Þorleifur var vinnumaður hjá mági sínum, Bergsteini Einarssyni
á Tjörnum, síðar bónda á Fitjarmýri. Einhverju sinni bar svo til
sunnudaginn fyrir fyrstu byggðasafnsrétt, að Tjarnafólkið fór til
Stóra-Dalskirkju. Var Bergsteini þá sagt, að hann ætti dauðan
sauð á Ljósárdíla fyrir innan Dalssel. Bað hann Þorleif að skreppa
þangað og sækja hann um leið og hann færi heim, hvað Þorleifur
líka gerði. Veður var gott og skýjafar, svo að ýmist dró fyrir tungl-
ið eða frá því.
Þorleifur hirti sauðinn og hélt á leið með hann heim. Hann
var kominn suður á móts við Brúnir eða þar um, er hann sá mann
ganga niður Brúnatanga. Miðaði þeim líkt áfram og höfðu báðir
hæga ferð. Á leiðinni frá Brúnatanganum og niður að brekkunni á
hæðinni, sem Tjarnabærinn stóð á, dró fyrir tunglið, en í því Þor-
leifur kom upp á brekkubrúnina, dró frá tunglinu. Sá Þorleifur
þá, að maður stóð á götunni heim að bænum. Þorleifur ávarpaði
hann svo: „Gott kvöld, væni minn.“ Þá tók sá, sem heilsað var,
ofan hattinn, og höfuðið fylgdi með. Þorleifur sló þá með sönd-
ugri svipuólinni ofan í strjúpann. Hvarf þá sýnin og varð að eld-
glæringum, sem flugu víðsvegar út í loftið. Var þeim viðskiptum
þar með lokið, og náunginn varð ekki oftar á vegi Þorleifs.
56
Goðasteinn