Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 69

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 69
inn leiddu huga minn að því, að naumast sé unnið af nógu mikilli virðingu að endurbótum gamalla húsa. Kirkja, byggð fyrir 100 ár- um, á að vera áfram eins og við hana var skilið í öndverðu. Þar skyldu a. m. k. engar breytingar leyfðar nema í samráði við Þjóð- minjavörð eða fulltrúa hans. Eggert í Hraungerði var mér vitni þess, hve íslenzki bóndinn er merkilegur maður. Hcima hjá honum höfðu hvalbeinshryggjarliður og steinflaga beðið mín nokkur ár. Við hlöðugröft í gömlu sofn- hússtæði fannst hryggjarliðurinn og steinflagan, sem lá ofan á hon- um. Eggert gerði sér grcin fyrir, að þarna hafði hann hitt á sæti mannsins, sem kynti sofninn, og þá er þetta cina sofnsæti, sem til er nú ofan moldar. Hilmar Jón leiddi mig aftur til miðalda, er hann sýndi mér bæjar- rúst úti í auðn Kötluhlaupa. Þar bíður rannsókn, sem gæti orðið í röð hinna merkari á þessari öld. Ekki var lát að finna á vini mínum, Hannesi á Herjólfsstöðum, 86 ára gömlum. Hann var kvikur og léttur í skapi og spori. Gott, hvað Elli kerlingu gengur illa að vinna bug á honum. Hjá honum sá ég ágæta nýsmíði úr harðviði, lóðbretti og alinmál, hvorttveggja eftir gömlum fyrirmyndum. Kristín mín á Heiði var líka óbuguð, enda tíu árum yngri, en lífið verið vinna og þraut. Ég kom þar fyrir þremur árum með nú- verandi forseta Islands. Kristín ávarpaði Elínu systur sína, þegar við vorum nýgengnir frá dyrum: „Þarna fór nú hann Þórður okkar frá Vallatúni með forsetaefnið.“ Um síðustu áramót lýsti herra Ás- geir Ásgeirsson því yfir, að hann yrði ekki oftar í forsetakjöri. Þá sagði Elín á Heiði: „Hver verður nú forseti?" „En hann Kristján Eldjárn." Þessu gat ég vel trúað, því draumvitrun mín sýndi mér ákveðið það sama fyrir um þremur árum. Og segið þið svo, að allir íslendingar hafi glatað forspám í draumi og vöku! Það er gaman að tala við Kristínu á Heiði um þjóðtrú, þjóð- siði og mannfræði. Hún talar um Sigvalda Langalíf og Eirík í Holti eins og samtímamenn sína, þó fætur þeirra séu kaldir og komnir i mold fyrir áraöldum. Hún rækir frændsemi við mig og aðra, þó rekja þurfi til 18. aldar til að koma ættunum saman. Hvenær hefur þessi kona haft tíma til að lesa bækur? Hún þurfti þess heldur ekki. Goðasteinn 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.